Gunnar Birgisson var nær dauða en lífi þremur dögum fyrir sjötugsafmælið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 20:00 Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, var hætt kominn þegar hjartaloka rifnaði. Hann segist hafa fengið annað tækifæri í lífinu og það tileinki hann ástvinum sínum. Hann sé þó hvergi hættur störfum, hann þurfi bara að jafna sig aðeins betur. Erla Björg Gunnarsdóttir heimsótti Gunnar. Gunnar dvelur nú á heimili sínu í Kópavogi á meðan hann jafnar sig eftir stóra aðgerð í lok september en annað heimili hans er á Siglufirði. Þremur dögum fyrir sjötugsafmælið þyrmdi yfir Gunnar. Hann var einn heima á Siglufirði og hringdi strax á sjúkrabíl. Hann var fluttur fyrst á Akureyri og svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann fór í stóra aðgerð. „Það var farið með mig beint á skurðstofuna og þá kemur þessi sígilda spurning: Hefurðu ofnæmi fyrir einhverju, Gunnar Birgisson? Já. Og hvað er það? Það eru kommúnistar, sagði ég. Ég er líklega eini sem hef fengið það skráð á sjúkraskrá. En ég segi þeim að drífa í þessu og svo er ég skorinn. Líkurnar voru meiri en fimm prósent en minni en tíu prósent.“ Læknar sögðu það kraftaverk að Gunnar hafi lifað aðgerðina af, en í aðgerðinni fékk hann nýja hjartaloku.Sér lífið í nýju ljósi Gunnar þakkar konu sinni fyrir stuðninginn sem kom honum á fætur eftir aðgerðina og segist hann sjá lífið í nýju ljósi þar sem ástvinirnir eru fremstir í forgangi. „Forsjónin var mér hliðholl og gamla máltækið er þannig að ekki verður ófeigum í hel komið og það gilti um mig. En þeir sögðu að ég hefði sterkan líkama og sterkan lífsvilja, og það hafi kannski gert útslagið.“ Nú tekur við endurhæfing hjá Gunnari og bíður hann eftir að verða nógu hraustur til að fara á Reykjalund. „Síðan mun bara lífið halda áfram. Ég leggst ekki í kör þótt þetta hafi komið fyrir. Ég þakka almættinu fyrir og held bara áfram. Það er enginn bilbugur á mér í því.“ Síðustu daga hefur Gunnar verið að þjálfa fínhreyfingarnar með því að árita ævisögu sína sem kemur út í vikunni. Þar segist Gunnar segja hreint og beint frá sínu lífi og störfum. Það verða ekki allir ánægðir því ég er vanur að tala tæpitungulaust. Það var einn kollegi minn í pólitíkinni sem gaf út ævisögu sína. Hann dáðist aðallega að pabba sínum, hvað hann var myndarlegur við skrifborðið og hvað hann var duglegur, pabbi hans. Það voru fleiri kaflar um þetta. En hann þorði ekkert að segja um pólitíkina. En það er nóg þarna,“ segir Gunnar sposkur á svip. Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, var hætt kominn þegar hjartaloka rifnaði. Hann segist hafa fengið annað tækifæri í lífinu og það tileinki hann ástvinum sínum. Hann sé þó hvergi hættur störfum, hann þurfi bara að jafna sig aðeins betur. Erla Björg Gunnarsdóttir heimsótti Gunnar. Gunnar dvelur nú á heimili sínu í Kópavogi á meðan hann jafnar sig eftir stóra aðgerð í lok september en annað heimili hans er á Siglufirði. Þremur dögum fyrir sjötugsafmælið þyrmdi yfir Gunnar. Hann var einn heima á Siglufirði og hringdi strax á sjúkrabíl. Hann var fluttur fyrst á Akureyri og svo með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann fór í stóra aðgerð. „Það var farið með mig beint á skurðstofuna og þá kemur þessi sígilda spurning: Hefurðu ofnæmi fyrir einhverju, Gunnar Birgisson? Já. Og hvað er það? Það eru kommúnistar, sagði ég. Ég er líklega eini sem hef fengið það skráð á sjúkraskrá. En ég segi þeim að drífa í þessu og svo er ég skorinn. Líkurnar voru meiri en fimm prósent en minni en tíu prósent.“ Læknar sögðu það kraftaverk að Gunnar hafi lifað aðgerðina af, en í aðgerðinni fékk hann nýja hjartaloku.Sér lífið í nýju ljósi Gunnar þakkar konu sinni fyrir stuðninginn sem kom honum á fætur eftir aðgerðina og segist hann sjá lífið í nýju ljósi þar sem ástvinirnir eru fremstir í forgangi. „Forsjónin var mér hliðholl og gamla máltækið er þannig að ekki verður ófeigum í hel komið og það gilti um mig. En þeir sögðu að ég hefði sterkan líkama og sterkan lífsvilja, og það hafi kannski gert útslagið.“ Nú tekur við endurhæfing hjá Gunnari og bíður hann eftir að verða nógu hraustur til að fara á Reykjalund. „Síðan mun bara lífið halda áfram. Ég leggst ekki í kör þótt þetta hafi komið fyrir. Ég þakka almættinu fyrir og held bara áfram. Það er enginn bilbugur á mér í því.“ Síðustu daga hefur Gunnar verið að þjálfa fínhreyfingarnar með því að árita ævisögu sína sem kemur út í vikunni. Þar segist Gunnar segja hreint og beint frá sínu lífi og störfum. Það verða ekki allir ánægðir því ég er vanur að tala tæpitungulaust. Það var einn kollegi minn í pólitíkinni sem gaf út ævisögu sína. Hann dáðist aðallega að pabba sínum, hvað hann var myndarlegur við skrifborðið og hvað hann var duglegur, pabbi hans. Það voru fleiri kaflar um þetta. En hann þorði ekkert að segja um pólitíkina. En það er nóg þarna,“ segir Gunnar sposkur á svip.
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu