Sigmundur segir mögulega ríkisstjórn vera „hræðslubandalag“ Þórdís Valsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 14:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins vera viðbrögð við lélegum úrslitum flokkanna í nýafstöðnum kosningum um myndun hræðslubandalags. Sigmundur Davíð var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hann segir vanda stjórnmálanna kristallast í viðræðunum. „Stjórnmálin eru orðin of einsleit og búin að gefa frá sér of mikið vald til kerfisins. Nú höfum við horft upp á það að hér hafa þrír kerfisflokkar farið mjög illa út úr kosningum eins og við höfum séð samskonar flokka lenda í annarsstaðar. Framsóknarflokkurinn með verstu niðurstöðu í sögu sinni í 100 ár, Sjálfstæðisflokkurinn með næst verstu niðurstöðu í sögu sinni, og Vinstri grænum tókst að tapa næstum helmingi fylgi síns á þriggja vikna kosningabaráttu miðað við kannanir," segir Sigmundur og bætir við að viðbrögð flokkanna þriggja sé að mynda „hræðslubandalag“ og spyr sig um hvað þetta bandalag eigi að vera. „Eins og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því í viðtali í gær, þá á þessi stjórnarmyndun að snúast um það að mati hans að menn einbeiti sér að því mynda sterka stjórn, en gera stefnu flokkana ekki að aðalatriði,“ segir Sigmundur og vitnar í orð Bjarna Benediktssonar í viðtali við mbl í gær og bætir við að þetta sé vandi stjórnmálanna. Sigmundur segir að þessi mögulega ríkisstjórn muni skipta með sér ráðherrastólum og halda völdum, þrátt fyrir að hafa tapað. „Tapaði einmitt vegna þess að þessir flokkar hafa ekki verið að standa vörð um málefnin. Hafa fyrst og fremst verið að hugsa um að halda völdum.“Naut aldrei stuðnings flokkseigendafélags Framsóknar Sigmundur segir hafa verið afdráttarlaus með það í stjórnartíð sinni innan Framsóknarflokksins að hann taldi að breyta ætti flokknum. En hann segir að í flokknum sé hið svokallaða flokkseigendafélag sem hafi aðra sýn á hvernig flokkurinn eigi að vera. „Og hefur náð sínu fram, núna að sinni að minnsta kosti. Afleiðingin er þessi að flokkurinn virðist ætla að sætta sig við að vera einhverskonar uppfyllingarefni í ríkisstjórn milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, stjórn sem formaður flokksins sjálfur segir að snúist ekki um málefnin heldur völdin.“ Sigmundur segir að hann hafi aldrei notið stuðnings flokkseigendafélagsins svokallaða í formannstíð sinni. „Það lá fyrir alveg frá upphafi, þeir vildu mig út og náðu þeim árangri að lokum,“ segir Sigmundur og bætir við að hann hafi einungis verið studdur af almennum flokksmönnum frá upphafi. „Það væri ómögulegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná fram sínum áherslum eða Vinstri græna að ná fram sínum, en afleiðingin yrði ekki að menn færu milliveginn í öllu, heldur kyrrstaða. Það yrði ekki ráðist í það sem yrði að gera og þau tækifæri sem blasa við yrðu ekki nýtt,“ segir Sigmundur og bætir við að við séum núna í þeirri stöðu að samfélagið megi ekki við kyrrstöðustjórn núna. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Víglínan: Þrengir um kosti flokkanna til myndunar ríkisstjórnar Þau Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mæta í Víglínuna. 11. nóvember 2017 11:19 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir viðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins vera viðbrögð við lélegum úrslitum flokkanna í nýafstöðnum kosningum um myndun hræðslubandalags. Sigmundur Davíð var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Hann segir vanda stjórnmálanna kristallast í viðræðunum. „Stjórnmálin eru orðin of einsleit og búin að gefa frá sér of mikið vald til kerfisins. Nú höfum við horft upp á það að hér hafa þrír kerfisflokkar farið mjög illa út úr kosningum eins og við höfum séð samskonar flokka lenda í annarsstaðar. Framsóknarflokkurinn með verstu niðurstöðu í sögu sinni í 100 ár, Sjálfstæðisflokkurinn með næst verstu niðurstöðu í sögu sinni, og Vinstri grænum tókst að tapa næstum helmingi fylgi síns á þriggja vikna kosningabaráttu miðað við kannanir," segir Sigmundur og bætir við að viðbrögð flokkanna þriggja sé að mynda „hræðslubandalag“ og spyr sig um hvað þetta bandalag eigi að vera. „Eins og formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því í viðtali í gær, þá á þessi stjórnarmyndun að snúast um það að mati hans að menn einbeiti sér að því mynda sterka stjórn, en gera stefnu flokkana ekki að aðalatriði,“ segir Sigmundur og vitnar í orð Bjarna Benediktssonar í viðtali við mbl í gær og bætir við að þetta sé vandi stjórnmálanna. Sigmundur segir að þessi mögulega ríkisstjórn muni skipta með sér ráðherrastólum og halda völdum, þrátt fyrir að hafa tapað. „Tapaði einmitt vegna þess að þessir flokkar hafa ekki verið að standa vörð um málefnin. Hafa fyrst og fremst verið að hugsa um að halda völdum.“Naut aldrei stuðnings flokkseigendafélags Framsóknar Sigmundur segir hafa verið afdráttarlaus með það í stjórnartíð sinni innan Framsóknarflokksins að hann taldi að breyta ætti flokknum. En hann segir að í flokknum sé hið svokallaða flokkseigendafélag sem hafi aðra sýn á hvernig flokkurinn eigi að vera. „Og hefur náð sínu fram, núna að sinni að minnsta kosti. Afleiðingin er þessi að flokkurinn virðist ætla að sætta sig við að vera einhverskonar uppfyllingarefni í ríkisstjórn milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, stjórn sem formaður flokksins sjálfur segir að snúist ekki um málefnin heldur völdin.“ Sigmundur segir að hann hafi aldrei notið stuðnings flokkseigendafélagsins svokallaða í formannstíð sinni. „Það lá fyrir alveg frá upphafi, þeir vildu mig út og náðu þeim árangri að lokum,“ segir Sigmundur og bætir við að hann hafi einungis verið studdur af almennum flokksmönnum frá upphafi. „Það væri ómögulegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná fram sínum áherslum eða Vinstri græna að ná fram sínum, en afleiðingin yrði ekki að menn færu milliveginn í öllu, heldur kyrrstaða. Það yrði ekki ráðist í það sem yrði að gera og þau tækifæri sem blasa við yrðu ekki nýtt,“ segir Sigmundur og bætir við að við séum núna í þeirri stöðu að samfélagið megi ekki við kyrrstöðustjórn núna. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Víglínan: Þrengir um kosti flokkanna til myndunar ríkisstjórnar Þau Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mæta í Víglínuna. 11. nóvember 2017 11:19 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52
Víglínan: Þrengir um kosti flokkanna til myndunar ríkisstjórnar Þau Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata mæta í Víglínuna. 11. nóvember 2017 11:19
Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent