Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 09:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundarins í morgun. vísir/vilhelm Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, þegar hann kom til fundarins í morgun að óformlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks væru skammt á veg komnar og á þingflokksfundinum stæði til að ræða forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf þessara þriggja flokka. Aðspurður hvort að fyrir liggi grófar útlínur málefnasamnings á milli flokkanna sagði Bjarni svo ekki vera og á meðal þess sem ræða ætti á fundinum væri hvort að samstarf þessara flokka væri mögulegt og hvaða málefni flokkurinn leggi áherslu á. Þá liggur ekki fyrir hver yrði forsætisráðherra ef þessir þrír flokkar fara saman í ríkisstjórn.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 þegar hún kom í Valhöll í morgun.Vísir/vilhelmBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sögðu í samtali við fréttastofu þegar þau komu í Valhöll að fyrirfram litist þeim vel á samstarf þessara þriggja flokka. Brynjar sagði betra að hafa færri en fleiri flokka í ríkisstjórn en málefnin væru það sem skipti höfuðmáli og ef málefnasamningurinn væri góður væri samstarf flokkanna þriggja raunhæft.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, þegar hún kom til fundarins í morgun.vísir/vilhelmÞingflokkur Vinstri grænna kom einnig saman nú í morgunsárið en fundur þeirra hófst á níunda tímanum. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, vildi ekkert ræða við fjölmiðlamenn þegar hún kom í þinghúsið til fundar. Undanfarna daga eða allt frá því að Katrín skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á mánudag hafa flokkarnir þrír rætt það óformlega sín á milli hvort grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi þeirra. Þá hafa fleiri flokkar verið í óformlegum viðræðum sín á milli einnig en líklegast er talið að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. Spurningin er því hvort að forsetinn boði einhvern flokksleiðtoga til sín á Bessastaði í dag.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Hvatti Katrínu til að halda umboðinu og ræða við Sjálfstæðisflokkinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, til að halda umboði til stjórnarmyndunar eftir að slitnaði upp úr viðræðum VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokksins. 9. nóvember 2017 14:46
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Vilja kvenskörunga í stjórn Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn. 10. nóvember 2017 06:30