Strákarnir okkar sparka í „sama“ bolta og Pelé á HM í Rússlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2017 09:00 Adidas Telstar 18 verður notaður á HM 2018. mynd/adidas Adidas kynnti í gær nýja HM-boltann sem verður notaður í Rússlandi á næsta ári en þar verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Boltinn fékk nafnið Telstar 18 og er á þrettándi í röðinni hjá Adidas en það hefur búið HM-boltana allar götur frá 1970. Þessi sækir innblástur til fyrstu keppninnar sem Adidas kom að árið 1970 en það er að sumra mati eitt besta heimsmeistaramót sögunnar. Þar voru mættar goðsagnir á borð við Pelé, Gerd Müller, Giacinto Facchetti, Pedro Rocha og Bobby Moore en Brasilía, með Pelé í fararbroddi, stóð uppi sem sigurvegari. Fyrsti Adidas-boltinn hét Telstar en það er í raun stytting á „Star of television“. Það var fyrsti boltinn sem skreyttur var með hvítum og svörtum flötum því hann átti að vera áberandi í sjónvarpstækjum sem sýndu aðeins svart og hvítt. Þessi ætti að sjást bara nokkuð vel í blússandi háskerpu út um allan heim en Telstar 18 er gæddur öllum helstu nýjungum í boltafræðunum svo það ætti að vera minna mál fyrir Gylfa Þór og strákana okkar að koma boltanum í markið í Rússlandi á næsta ári.All 13 Adidas World Cup balls, with the new Telstar 18 in the middle. pic.twitter.com/XyUcupRv6Y— 101 Great Goals (@101greatgoals) November 10, 2017 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Adidas kynnti í gær nýja HM-boltann sem verður notaður í Rússlandi á næsta ári en þar verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Boltinn fékk nafnið Telstar 18 og er á þrettándi í röðinni hjá Adidas en það hefur búið HM-boltana allar götur frá 1970. Þessi sækir innblástur til fyrstu keppninnar sem Adidas kom að árið 1970 en það er að sumra mati eitt besta heimsmeistaramót sögunnar. Þar voru mættar goðsagnir á borð við Pelé, Gerd Müller, Giacinto Facchetti, Pedro Rocha og Bobby Moore en Brasilía, með Pelé í fararbroddi, stóð uppi sem sigurvegari. Fyrsti Adidas-boltinn hét Telstar en það er í raun stytting á „Star of television“. Það var fyrsti boltinn sem skreyttur var með hvítum og svörtum flötum því hann átti að vera áberandi í sjónvarpstækjum sem sýndu aðeins svart og hvítt. Þessi ætti að sjást bara nokkuð vel í blússandi háskerpu út um allan heim en Telstar 18 er gæddur öllum helstu nýjungum í boltafræðunum svo það ætti að vera minna mál fyrir Gylfa Þór og strákana okkar að koma boltanum í markið í Rússlandi á næsta ári.All 13 Adidas World Cup balls, with the new Telstar 18 in the middle. pic.twitter.com/XyUcupRv6Y— 101 Great Goals (@101greatgoals) November 10, 2017
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira