Tvístígandi Seðlabanki Skúli Hrafn Harðarson og Stefán Helgi Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 07:00 Líkt og við fjölluðum um nýverið lækkaði Seðlabankinn vexti óvænt þann 4. október síðastliðinn. Sú ákvörðun var áhugaverð því peningastefnunefnd virtist hafa breytt forsendum um jafnvægisraunvexti í spálíkönum sínum. Slík grundvallarbreyting hefði útskýrt hvers vegna vextir voru lækkaðir, þvert á væntingar greiningaraðila, rétt eftir ríkisstjórnarslit sem valda mikilli pólitískri óvissu, hvort sem litið er til ríkisfjármála eða til skattkerfisbreytinga með tilheyrandi gengissveiflum. Seðlabankinn kaus að líta fram hjá þessu og líta til annarra þátta og þá sérstaklega minni hagvaxtar á árinu 2017 í ákvörðun sinni. Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti á þessum tímapunkti. Eftirvænting markaðsaðila eftir nýrri hagspá, þar sem nánar yrði farið yfir sýn Seðlabankans á komandi misseri, var því óvenju mikil. Leiða mátti að því líkur að hagvaxtarspá yrði lækkuð og/eða að framleiðslugeta þjóðarbúsins yrði hækkuð frá fyrri spám. Hafa ber í huga að breyting stýrivaxta virkar sex til tólf mánuði fram í tímann. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar Seðlabankinn birti nýju hagspána samhliða óbreyttum vöxtum þann 15. nóvember síðastliðinn. Sú spá gerir hvorki ráð fyrir mikilli breytingu á hagvexti né framleiðsluspennu fyrir árin 2018 og 2019 og í stórum dráttum er fátt nýtt sem þar kemur fram. Hins vegar er áhugavert að sjá hvernig kastljósið færist yfir á stjórnarslitin og hvaða áhrif kosningaloforðin gætu haft á komandi fjárlög. Farið er yfir hallarekstur ríkisins síðastliðin tvö ár og hvaða áhrif það hefur að stíga ekki á bremsuna á komandi kjörtímabili. Í fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir að staðið sé við „lágmarksloforð“ úr kosningabaráttunni er bent á að líklega þurfi að hækka vexti um 0,5% í upphafi næsta árs. Harla ólíklegt er að ný stjórn setji ekki ekki smá kosningasvip á ný fjárlög.Stefán Helgi JónssonTil þess að leggja áherslu á áhyggjur sínar er tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar þyngdur frá fyrri yfirlýsingum: „Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið.“ Orðalagið „virðist duga“ gefur ekki fyrirheit um frekari vaxtalækkanir í bili heldur þvert á móti. Það setur ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka vexti þrem vikum áður í einkennilegt ljós þar sem stjórnin var fallin á þeim tíma og búið var að boða til kosninga. Jafnvægisraunvextir upp á 3% eru því enn inni í hagspárlíkani Seðlabankans; forsenda sem meðlimir peningastefnunefndar virðast ekki allir vera sammála um og eru að okkar mati of háir, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig sparnaður hefur verið að aukast og skuldsetning haldist hlutfallslega óbreytt í þenslunni undanfarin misseri. Miðað við miklar sviptingar á skoðunum peningastefnunefndar virðast vegast á ólík sjónarmið nefndarmeðlima og því er erfitt að greina hver næstu skref verða. Ólíkar skoðanir hafa hugsanlega áhrif á gagnsæi milli funda. Aðstæður hafa þrátt fyrir allt breyst hratt til hins betra og mikið þarf að ganga á í stjórnmálunum til þess við sjáum ekki áframhaldandi skeið raunvaxtalækkunar. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Hrafn Harðarson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Líkt og við fjölluðum um nýverið lækkaði Seðlabankinn vexti óvænt þann 4. október síðastliðinn. Sú ákvörðun var áhugaverð því peningastefnunefnd virtist hafa breytt forsendum um jafnvægisraunvexti í spálíkönum sínum. Slík grundvallarbreyting hefði útskýrt hvers vegna vextir voru lækkaðir, þvert á væntingar greiningaraðila, rétt eftir ríkisstjórnarslit sem valda mikilli pólitískri óvissu, hvort sem litið er til ríkisfjármála eða til skattkerfisbreytinga með tilheyrandi gengissveiflum. Seðlabankinn kaus að líta fram hjá þessu og líta til annarra þátta og þá sérstaklega minni hagvaxtar á árinu 2017 í ákvörðun sinni. Allir meðlimir peningastefnunefndar voru sammála um að lækka vexti á þessum tímapunkti. Eftirvænting markaðsaðila eftir nýrri hagspá, þar sem nánar yrði farið yfir sýn Seðlabankans á komandi misseri, var því óvenju mikil. Leiða mátti að því líkur að hagvaxtarspá yrði lækkuð og/eða að framleiðslugeta þjóðarbúsins yrði hækkuð frá fyrri spám. Hafa ber í huga að breyting stýrivaxta virkar sex til tólf mánuði fram í tímann. Það voru því ákveðin vonbrigði þegar Seðlabankinn birti nýju hagspána samhliða óbreyttum vöxtum þann 15. nóvember síðastliðinn. Sú spá gerir hvorki ráð fyrir mikilli breytingu á hagvexti né framleiðsluspennu fyrir árin 2018 og 2019 og í stórum dráttum er fátt nýtt sem þar kemur fram. Hins vegar er áhugavert að sjá hvernig kastljósið færist yfir á stjórnarslitin og hvaða áhrif kosningaloforðin gætu haft á komandi fjárlög. Farið er yfir hallarekstur ríkisins síðastliðin tvö ár og hvaða áhrif það hefur að stíga ekki á bremsuna á komandi kjörtímabili. Í fráviksdæmi þar sem gert er ráð fyrir að staðið sé við „lágmarksloforð“ úr kosningabaráttunni er bent á að líklega þurfi að hækka vexti um 0,5% í upphafi næsta árs. Harla ólíklegt er að ný stjórn setji ekki ekki smá kosningasvip á ný fjárlög.Stefán Helgi JónssonTil þess að leggja áherslu á áhyggjur sínar er tónninn í yfirlýsingu peningastefnunefndar þyngdur frá fyrri yfirlýsingum: „Núverandi aðhald peningastefnunnar virðist að svo stöddu duga til þess að verðbólga verði að jafnaði við markmið.“ Orðalagið „virðist duga“ gefur ekki fyrirheit um frekari vaxtalækkanir í bili heldur þvert á móti. Það setur ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka vexti þrem vikum áður í einkennilegt ljós þar sem stjórnin var fallin á þeim tíma og búið var að boða til kosninga. Jafnvægisraunvextir upp á 3% eru því enn inni í hagspárlíkani Seðlabankans; forsenda sem meðlimir peningastefnunefndar virðast ekki allir vera sammála um og eru að okkar mati of háir, sérstaklega þegar horft er til þess hvernig sparnaður hefur verið að aukast og skuldsetning haldist hlutfallslega óbreytt í þenslunni undanfarin misseri. Miðað við miklar sviptingar á skoðunum peningastefnunefndar virðast vegast á ólík sjónarmið nefndarmeðlima og því er erfitt að greina hver næstu skref verða. Ólíkar skoðanir hafa hugsanlega áhrif á gagnsæi milli funda. Aðstæður hafa þrátt fyrir allt breyst hratt til hins betra og mikið þarf að ganga á í stjórnmálunum til þess við sjáum ekki áframhaldandi skeið raunvaxtalækkunar. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun