Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2017 19:21 Þórir Sæmundsson var ein af stjörnum Þjóðleikhússins í fyrra. Vísir/GVA Þóri Sæmundssyni leikara var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu á menntaskólaaldri. Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter. Á sjötta hundrað konur hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem krafist er að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Gerðu þær 62 sögur með dæmum um slíkt opinberar í yfirlýsingu í gær. Þórir segir í ítarlegu viðtali við DV að honum hafi verið létt eftir að hafa lesið sögurnar. Ástæðan var sú að engin sagan hafi verið um hann. Hann gengst við því að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun og áreitt konur. Hann segir það þó ekki vera ástæðuna fyrir því að hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu síðastliðið vor. „Það hefði svo sem ekki komið mér á óvart þó ég hafi aldrei verið í neinni valdastöðu í leikhúsinu en þá hef ég eins og margir aðrir gerst sekir um ósæmilega hegðun og áreiti. Það tengist ekki leikhúsinu neitt,“ segir Þórir við DV. Þórir Sæmundsson hefur notið vinsælda á Snapchat. Nafnlaus ábending og typpamynd Þórir var ein af stjörnum Þjóðleikhússins síðasta vetur. Var hann í aðalhlutverki í vinsælum sýningum á borð við Djöflaeyjunni og Hróa Hetti. Skömmu eftir að sýningar á Djöflaeyjunni hófust barst nafnlaus ábending til Þjóðleikhússins samkvæmt heimildum Vísis. Þar var Þórir sakaður um að hafa sent stúlku í kringum fimmtán ára aldur ósiðlegar myndir af sér á Twitter. Sá sem sendi póstinn kynnti sig sem forráðamann stúlkunnar sem sagðist íhuga að leita með málið til kynferðisbrotadeildar lögreglu. Þórir var kallaður á teppið í leikhúsinu en hann mun hafa gert lítið úr málinu. Þórir var samt látinn vita að hegðun á borð við þessa væri ekki liðin. Erfitt var fyrir stjórnendur að bregðast við málinu þar sem ábendingin var nafnlaus. Liðu nokkrir mánuðir en þá barst önnur ábending og sú var ekki nafnlaus. Þórir hafði, samkvæmt heimildum Vísis, sent aukaleikara í Þjóðleikhúsinu á menntaskólaaldri, mynd af sér með stífan getnaðarlim. Við það var ekki búið og ljóst að segja þyrfti Þóri upp störfum. Uppsögnin, mun samkvæmt heimildum Vísis, þó hafa verið á þeim forsendum að fleiri verkefni stæðu honum ekki til boða í leikhúsinu. Engum öðrum leikara var þó sagt upp á sama tíma. Ástæðan fyrir því að honum var ekki sagt upp störfum vegna myndasendingarinnar mun hafa verið sú að þá hefði þurft að koma til áminning sem hefði kallað á annað brot til að hægt væri að segja honum upp. Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir Segist ekkert vita um myndina eða stúlkuna Þórir segir í viðtalinu við DV vera að vinna í sínum málum. Hann leggur áherslu á að hann þurfi að læra betur að umgangast samfélagsmiðla og stefnumótasíður þar sem ekki komi alltaf fram hve gamlir einstaklingarnir séu sem maður sé í samskiptum við. „Mér finnst hrikalega erfitt að tala um þetta en eins og ég segi þá er ég að gangast við því sem ég hef gert og er að reyna að taka ábyrgð á því. Það er ekki eitthvað sem ég er bara að segjast gera. Ég er í ferli með sálfræðingi og í samtökum fyrir fíkla um þessa stjórnlausu hegðun og vinna bug á henni og breytast því auðvitað veit ég að þetta er rangt en eina vörnin mín er í rauninni að vilja ekki gangast við því að ég sé barnapervert,“ segir Þórir við DV. Þá segist hann ekki vita hvaða mynd þetta sé sem átján ára stúlkan hafi fengið senda. Auk þess viti hann ekki hver stúlkan sé. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um málið við Vísi. Leikhús Vinnumarkaður Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Sigga segir typpamyndaköllum að senda frekar putta Þrátt fyrir að nær allar konur hafi einhverja sögu af óumbeðnum typpamyndum hafa þær, ótrúlega en satt, lítinn áhuga á þeim. 25. ágúst 2017 07:31 Þekktir íslenskir karlmenn segja álit sitt á typpamyndum Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hóf göngu sína á FM957 þann 9. október. 19. október 2016 12:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Þóri Sæmundssyni leikara var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu á menntaskólaaldri. Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter. Á sjötta hundrað konur hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem krafist er að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Gerðu þær 62 sögur með dæmum um slíkt opinberar í yfirlýsingu í gær. Þórir segir í ítarlegu viðtali við DV að honum hafi verið létt eftir að hafa lesið sögurnar. Ástæðan var sú að engin sagan hafi verið um hann. Hann gengst við því að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun og áreitt konur. Hann segir það þó ekki vera ástæðuna fyrir því að hann var rekinn úr Þjóðleikhúsinu síðastliðið vor. „Það hefði svo sem ekki komið mér á óvart þó ég hafi aldrei verið í neinni valdastöðu í leikhúsinu en þá hef ég eins og margir aðrir gerst sekir um ósæmilega hegðun og áreiti. Það tengist ekki leikhúsinu neitt,“ segir Þórir við DV. Þórir Sæmundsson hefur notið vinsælda á Snapchat. Nafnlaus ábending og typpamynd Þórir var ein af stjörnum Þjóðleikhússins síðasta vetur. Var hann í aðalhlutverki í vinsælum sýningum á borð við Djöflaeyjunni og Hróa Hetti. Skömmu eftir að sýningar á Djöflaeyjunni hófust barst nafnlaus ábending til Þjóðleikhússins samkvæmt heimildum Vísis. Þar var Þórir sakaður um að hafa sent stúlku í kringum fimmtán ára aldur ósiðlegar myndir af sér á Twitter. Sá sem sendi póstinn kynnti sig sem forráðamann stúlkunnar sem sagðist íhuga að leita með málið til kynferðisbrotadeildar lögreglu. Þórir var kallaður á teppið í leikhúsinu en hann mun hafa gert lítið úr málinu. Þórir var samt látinn vita að hegðun á borð við þessa væri ekki liðin. Erfitt var fyrir stjórnendur að bregðast við málinu þar sem ábendingin var nafnlaus. Liðu nokkrir mánuðir en þá barst önnur ábending og sú var ekki nafnlaus. Þórir hafði, samkvæmt heimildum Vísis, sent aukaleikara í Þjóðleikhúsinu á menntaskólaaldri, mynd af sér með stífan getnaðarlim. Við það var ekki búið og ljóst að segja þyrfti Þóri upp störfum. Uppsögnin, mun samkvæmt heimildum Vísis, þó hafa verið á þeim forsendum að fleiri verkefni stæðu honum ekki til boða í leikhúsinu. Engum öðrum leikara var þó sagt upp á sama tíma. Ástæðan fyrir því að honum var ekki sagt upp störfum vegna myndasendingarinnar mun hafa verið sú að þá hefði þurft að koma til áminning sem hefði kallað á annað brot til að hægt væri að segja honum upp. Ari Matthíasson, þjóðleikshússtjóri.Vísir/Ernir Segist ekkert vita um myndina eða stúlkuna Þórir segir í viðtalinu við DV vera að vinna í sínum málum. Hann leggur áherslu á að hann þurfi að læra betur að umgangast samfélagsmiðla og stefnumótasíður þar sem ekki komi alltaf fram hve gamlir einstaklingarnir séu sem maður sé í samskiptum við. „Mér finnst hrikalega erfitt að tala um þetta en eins og ég segi þá er ég að gangast við því sem ég hef gert og er að reyna að taka ábyrgð á því. Það er ekki eitthvað sem ég er bara að segjast gera. Ég er í ferli með sálfræðingi og í samtökum fyrir fíkla um þessa stjórnlausu hegðun og vinna bug á henni og breytast því auðvitað veit ég að þetta er rangt en eina vörnin mín er í rauninni að vilja ekki gangast við því að ég sé barnapervert,“ segir Þórir við DV. Þá segist hann ekki vita hvaða mynd þetta sé sem átján ára stúlkan hafi fengið senda. Auk þess viti hann ekki hver stúlkan sé. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri vildi ekki tjá sig um málið við Vísi.
Leikhús Vinnumarkaður Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Sigga segir typpamyndaköllum að senda frekar putta Þrátt fyrir að nær allar konur hafi einhverja sögu af óumbeðnum typpamyndum hafa þær, ótrúlega en satt, lítinn áhuga á þeim. 25. ágúst 2017 07:31 Þekktir íslenskir karlmenn segja álit sitt á typpamyndum Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hóf göngu sína á FM957 þann 9. október. 19. október 2016 12:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Sigga segir typpamyndaköllum að senda frekar putta Þrátt fyrir að nær allar konur hafi einhverja sögu af óumbeðnum typpamyndum hafa þær, ótrúlega en satt, lítinn áhuga á þeim. 25. ágúst 2017 07:31
Þekktir íslenskir karlmenn segja álit sitt á typpamyndum Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hóf göngu sína á FM957 þann 9. október. 19. október 2016 12:30