Urðu við ósk stjórnarandstöðunnar um fullbúið fjárlagafrumvarp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 16:36 Gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Kosningar 2017 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að nýtt fjárlagafrumvarp verði smíðað frá grunni. Það hafi verið ósk formanna stjórnarandstöðuflokkanna á fundi formanna allra flokka á fjórða tímanum. Formenn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hafi sett fram tvo valkosti á fundinum. „Setja fram nýjan ráðherrakafla og breytingartillögur við gamla frumvarpið svo það væri hægt að kalla þingið saman fyrr ef stjórnarandstaðan hefði áhuga á því að gefa sér meiri tíma í fjárlagavinnuna og önnur mál,“ segir Katrín um fyrri kostinn. „Eða leggja fram fullbúið nýtt frumvarp, sem tekur þá lengri tíma, svo að þingið er ekki að koma saman fyrr en fer að nálgast miðjan mánuð, sem er ansi stuttur tími.“Frá fundi formannanna í hádeginu í dag.vísir/ernirLeyst illa á fyrri kostinn Eins og Logi Einarssonar, formaður Samfylkingar, sagði við Vísi eftir fundinn leyst andstöðunni illa á að leggja fram gamla frumvarpið með breytingum. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. „Þeirra eindregna ósk var að fá fullbúið frumvarp þannig að við gerum það bara þannig,“ segir Katrín. „Ég hef auðvitað áhyggjur af því að það verði stuttur tími til stefnu, ekki síst líka hvað varðar önnur mál eins og málefni fatlaðra, NPA og fleira. Fólk verður bara að vinna vel þessa daga sem við eigum.“Fundarhöld formanna fóru fram um helgina en formlegar viðræður flokkanna þriggja hafa staðið í tvær vikur.vísir/ernirHefði náðst aukavika í þingstörf Katrín sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún vonaðist til þess að þing gæti komið saman í lok næstu viku. Svo virðist ekki ætla að verða raunin eftir niðurstöðuna af formannafundinum. Formleg vinna við fjárlagafrumvarp geti ekki hafist fyrr en komin sé ný ríkisstjórn. „En við erum auðvitað búin að vera að vinna okkar sýn og tillögur inn í þann grunn sem við höfum. Það tekur síðan tíma eftir að ný ríkisstjórn tekur við að útbúa nýtt frumvarp frá grunni.“ Hefði fyrri kosturinn orðið fyrir valinu telur Katrín að náðst hefði aukavika í þingstörf. Stjórnarandstaðan hafi viljað minni tíma og fullbúið frumvarp. Það sé niðurstaðan. Varðandi ráðherraskipan segir Katrín að umræða um þau skipti hafi hafist í morgun og verði framhaldið í dag og í kvöld. Fram hefur komið í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lagt sé upp með það í viðræðunum að Katrín verði forsætisráðherra. Þá hefur Katrín sagst ekki telja nauðsynlegt að fjölga ráðherraembættum.Framundan er fundur á Bessastöðum í fyrramálið klukkan 10:30 með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
Kosningar 2017 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira