Starfsfólk House of Cards í launuðu leyfi þar til tökur hefjast á ný Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 21:54 Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards. Vísir/Getty Framleiðsla á sjöttu seríu House of Cards verður framhaldið. Framleiðendur þáttanna tilkynntu starfsfólki þetta í yfirlýsingu fyrr í dag. Framleiðslu þáttanna var hætt tímabundið vegna fjölda ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um kynferðislega áreitni. Sökuðu meðal annars margir starfsmenn þáttanna leikarann um slíkt. Framleiðendur þáttanna áætla að hefja aftur framleiðslu á sjöttu seríunni eftir áttunda desember næstkomandi og að starfsliðið verði í launuðu leyfi þangað til. Er nú reynt að finna leiðir til að halda framvindu þáttanna áfram án aðalpersónu þeirra, Frank Underwood, en framleiðendurnir eru sagðir leita leiða til að skrifa persónuna úr þáttunum. „Síðustu tveir mánuðir hafa reynt á okkur öll,“ segir í yfirlýsingu framleiðenda þáttanna. „Það sem við höfum komist að er að þetta verkefni er stærra en einn maður og við gætum ekki verið stoltari af tryggasta og hæfileikaríkasta kvikmyndagerðarfólki bransans,“ segir einnig í yfirlýsingunni. House of Cards-þættirnir hafa verið sýndir á streymisveitu Netflix sem er nú sögð vera að velta fyrir sér að búa til hliðarsögur af House of Cards til að brúa bilið þar til sjötta serían kemur út. Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Netflix lætur Spacey taka poka sinn Netflix slítur öllu samstarfi við Kevin Spacey og hætta við framleiðslu á kvikmyndinni Gore. 4. nóvember 2017 10:02 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Framleiðsla á sjöttu seríu House of Cards verður framhaldið. Framleiðendur þáttanna tilkynntu starfsfólki þetta í yfirlýsingu fyrr í dag. Framleiðslu þáttanna var hætt tímabundið vegna fjölda ásakana á hendur aðalleikara þáttanna, Kevin Spacey, um kynferðislega áreitni. Sökuðu meðal annars margir starfsmenn þáttanna leikarann um slíkt. Framleiðendur þáttanna áætla að hefja aftur framleiðslu á sjöttu seríunni eftir áttunda desember næstkomandi og að starfsliðið verði í launuðu leyfi þangað til. Er nú reynt að finna leiðir til að halda framvindu þáttanna áfram án aðalpersónu þeirra, Frank Underwood, en framleiðendurnir eru sagðir leita leiða til að skrifa persónuna úr þáttunum. „Síðustu tveir mánuðir hafa reynt á okkur öll,“ segir í yfirlýsingu framleiðenda þáttanna. „Það sem við höfum komist að er að þetta verkefni er stærra en einn maður og við gætum ekki verið stoltari af tryggasta og hæfileikaríkasta kvikmyndagerðarfólki bransans,“ segir einnig í yfirlýsingunni. House of Cards-þættirnir hafa verið sýndir á streymisveitu Netflix sem er nú sögð vera að velta fyrir sér að búa til hliðarsögur af House of Cards til að brúa bilið þar til sjötta serían kemur út.
Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Netflix lætur Spacey taka poka sinn Netflix slítur öllu samstarfi við Kevin Spacey og hætta við framleiðslu á kvikmyndinni Gore. 4. nóvember 2017 10:02 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Netflix lætur Spacey taka poka sinn Netflix slítur öllu samstarfi við Kevin Spacey og hætta við framleiðslu á kvikmyndinni Gore. 4. nóvember 2017 10:02
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38
Tuttugu starfsmenn Old Vic saka Spacey um ósæmilega hegðun Yfirmönnum Old Vic leikhússins í London hafa borist tuttugu vitnisburðir vegna ósæmilegrar hegðunar af hálfu Kevin Spacey er hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins. 16. nóvember 2017 13:00