„Þetta verður mjög knappt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 13:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er bjartsýn á að flokkarnir þrír nái að mynda ríkisstjórn. vísir/eyþór „Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Þetta er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hún sagðist þó bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. Katrín sagði ágætisgang hafa verið á viðræðunum en margt hefði þurft að ræða, sérstaklega þar sem flokkarnir þrír væru um margt ólíkir. Katrín lagði enn fremur áherslu að vandað yrði til verka við stjórnarmyndun. Þá viðurkenndi hún að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Sjá einnig: Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“Verður mjög knappt Enn er gert ráð fyrir að flokksstofnanir flokkanna verði boðaðar saman á miðvikudag í næstu viku. Ef alþingi á að koma saman á þriðjudag vikuna þar á eftir má því ekki seinna vænna. „Já, og það auðvitað verður að ráðast af því, eins og ég hef aðeins bent á, að staðan er þannig að ef þessir flokkar eiga að ná saman um einhvers konar málefnasáttmála að þá verða þeir að leggja fram ákveðnar tillögur um fjárlagagerð. Það tekur tíma líka,“ sagði Katrín og bætti við að samkomulag um fjárlög væri ein helsta ástæðan fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hafa tekið. „Þannig að þetta verður mjög knappt.“Sitja enn á innihaldi stjórnarsáttmálans Þá sagðist Katrín bjartsýn á að stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði mynduð. Hún ræddi þó sama og ekkert um innihald stjórnarsáttmálans en merkilega vel hefur tekist að halda málefnum hans leyndum. „Það liggur alveg fyrir að við erum að gefa allt í núna þessa helgi til þess að reyna að ljúka þessari vinnu. Forsetinn hefur verið upplýstur um það þannig að hann veit alveg af stöðunni,“ sagði Katrín. „En þetta er aldrei búið fyrr en að það er búið, það bara er þannig sem það er.“Viðtal Heimis Más við Katrínu má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Kosningar 2017 Víglínan Tengdar fréttir Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00 Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Mikið þarf út af að bera svo ekki verði að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. 23. nóvember 2017 19:00
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00