„Við höfum nú þegar áhyggjur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2017 18:45 Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann. Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann.
Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38