Maradona, Cafu eða Cannavaro gætu dregið Ísland upp úr pottinum 1. desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2017 09:30 Diego Maradona. Vísir/Getty Það er farið að styttast í það að dregið verði í riðla í úrslitakeppni HM í Rússlandi en eins og allir vita verður íslenska landsliðið nú í fyrsta sinn í pottinum. Dregið verður í riðla á HM 2018 í Kremlín-höllinni í Moskvu föstudaginn 1. desember og FIFA hefur nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn. Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu. Mario Klose verður einnig á staðnum, en hann sér um að halda á HM bikarnum. Saman verða þessir átta fyrrum leikmenn fulltrúar þeirra átta þjóða sem hafa orðið heimsmeistarar.Introducing the 8 #WorldCupDraw assistants! Laurent Blanc ????????????@thegordonbanks@officialcafu@fabiocannavaro@DiegoForlan7 Diego Maradona@Carles5puyol Nikita Simonyan pic.twitter.com/UhSOkCmJWr — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 21, 2017 Allir hafa þessir menn orðið heimsmeistarar nema Diego Forlan en síðasti heimsmeistaratitill Úrúgvæ var árið 1950. Forlan var hinsvegar kosinn besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 þar sem landslið Úrúgvæmanna endaði í fjórða sæti. „Drátturinn í lokakeppni HM 2018 er augljóslega mjög spennandi augnablik fyrir alla knattspyrnuaðdáendur. Það er frábært að fá allar þessar FIFA goðsagnir frá öllum þeim þjóðum sem hafa unnið Heimsmeistaramótið til þessa," sagði Gianni Infantion, forseti FIFA, en KSÍ hefur þetta eftir honum í frétt á heimasíðu sinni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og það er ljóst að liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli. Strákarnir okkar gætu sem dæmi lent í riðli bæði með sterkri Suður-Ameríkuþjóð (Brasilía eða Argentína) og svo öflugri Evrópuþjóð (England eða Spánn). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Það er farið að styttast í það að dregið verði í riðla í úrslitakeppni HM í Rússlandi en eins og allir vita verður íslenska landsliðið nú í fyrsta sinn í pottinum. Dregið verður í riðla á HM 2018 í Kremlín-höllinni í Moskvu föstudaginn 1. desember og FIFA hefur nú tilkynnt hverjir það verða sem hjálpa Gary Lineker og Maria Komandnaya við dráttinn. Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu. Mario Klose verður einnig á staðnum, en hann sér um að halda á HM bikarnum. Saman verða þessir átta fyrrum leikmenn fulltrúar þeirra átta þjóða sem hafa orðið heimsmeistarar.Introducing the 8 #WorldCupDraw assistants! Laurent Blanc ????????????@thegordonbanks@officialcafu@fabiocannavaro@DiegoForlan7 Diego Maradona@Carles5puyol Nikita Simonyan pic.twitter.com/UhSOkCmJWr — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 21, 2017 Allir hafa þessir menn orðið heimsmeistarar nema Diego Forlan en síðasti heimsmeistaratitill Úrúgvæ var árið 1950. Forlan var hinsvegar kosinn besti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Suður-Afríku 2010 þar sem landslið Úrúgvæmanna endaði í fjórða sæti. „Drátturinn í lokakeppni HM 2018 er augljóslega mjög spennandi augnablik fyrir alla knattspyrnuaðdáendur. Það er frábært að fá allar þessar FIFA goðsagnir frá öllum þeim þjóðum sem hafa unnið Heimsmeistaramótið til þessa," sagði Gianni Infantion, forseti FIFA, en KSÍ hefur þetta eftir honum í frétt á heimasíðu sinni. Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki og það er ljóst að liðið verður með mjög sterkum liðum í riðli. Strákarnir okkar gætu sem dæmi lent í riðli bæði með sterkri Suður-Ameríkuþjóð (Brasilía eða Argentína) og svo öflugri Evrópuþjóð (England eða Spánn).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira