Orkuveitan kaupir höfuðstöðvarnar aftur á 5,5 milljarða króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Höfuðstöðvar OR verða aftur eign fyrirtækisins. vísir/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að kaupa aftur höfuðstöðvar fyrirtækisins á Bæjarhálsi á alls 5,5 milljarða króna. OR seldi höfuðstöðvarnar árið 2013 á 5,1 milljarð. Kaupin eru forsenda þess að geta ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Fréttablaðið sagði frá því 7. október að ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn OR væru að skoða væru endurkaup á höfuðstöðvunum af Foss fasteignafélagi. Sex valkostir voru lagðir fram til úrbóta og lagfæringa á leka- og rakavanda vesturhússins. OR greindi frá því í gær að eftir viðræður við Foss fasteignafélag hafi niðurstaðan orðið sú að OR fær fullt forræði yfir húsunum við Bæjarháls 1. OR kaupir allt hlutafé félagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir 4,1 milljarða lán. Alls 5,5 milljarðar. OR hyggst endurfjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa. Sala OR á fasteignum til Foss fasteignafélags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, var hluti af planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR. Samkomulagið fól í sér að OR myndi síðan leigja eignirnar aftur af Fossi til 20 ára. Líkt og Fréttablaðið greindi frá 9. október þá hefur OR ávaxtað söluandvirðið vel, eða um 330 milljónir umfram þær 900 milljónir sem greiddar hafa verið í leigu síðan eignirnar voru seldar. „Að vel athuguðu máli varð það niðurstaða okkar að reyna að eignast húsin aftur. Verkefnið er snúið. Margir kostir eru til skoðunar og með þessu samkomulagi er valið okkar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Viðskiptin bíða nú samþykkis eigenda OR. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver kostanna sem í boði eru fyrir vesturhúsið verði fyrir valinu. Áætlaður kostnaður við þá er á bilinu 1,5 til 3 milljarðar króna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að kaupa aftur höfuðstöðvar fyrirtækisins á Bæjarhálsi á alls 5,5 milljarða króna. OR seldi höfuðstöðvarnar árið 2013 á 5,1 milljarð. Kaupin eru forsenda þess að geta ráðist í nauðsynlegar framkvæmdir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Fréttablaðið sagði frá því 7. október að ein þeirra hugmynda sem forsvarsmenn OR væru að skoða væru endurkaup á höfuðstöðvunum af Foss fasteignafélagi. Sex valkostir voru lagðir fram til úrbóta og lagfæringa á leka- og rakavanda vesturhússins. OR greindi frá því í gær að eftir viðræður við Foss fasteignafélag hafi niðurstaðan orðið sú að OR fær fullt forræði yfir húsunum við Bæjarháls 1. OR kaupir allt hlutafé félagsins á 1,4 milljarða króna og tekur yfir 4,1 milljarða lán. Alls 5,5 milljarðar. OR hyggst endurfjármagna lánin með útgáfu skuldabréfa. Sala OR á fasteignum til Foss fasteignafélags, sem er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða, var hluti af planinu til að bregðast við fjárhagsvandræðum OR. Samkomulagið fól í sér að OR myndi síðan leigja eignirnar aftur af Fossi til 20 ára. Líkt og Fréttablaðið greindi frá 9. október þá hefur OR ávaxtað söluandvirðið vel, eða um 330 milljónir umfram þær 900 milljónir sem greiddar hafa verið í leigu síðan eignirnar voru seldar. „Að vel athuguðu máli varð það niðurstaða okkar að reyna að eignast húsin aftur. Verkefnið er snúið. Margir kostir eru til skoðunar og með þessu samkomulagi er valið okkar,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Viðskiptin bíða nú samþykkis eigenda OR. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hver kostanna sem í boði eru fyrir vesturhúsið verði fyrir valinu. Áætlaður kostnaður við þá er á bilinu 1,5 til 3 milljarðar króna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01 Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00
OR skilar 10,5 milljarða hagnaði Orkuveita Reykjavíkur skilaði 10,5 milljarða hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. 20. nóvember 2017 15:01
Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. 9. október 2017 06:00