Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 12:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er 38 ára og best þekktur undir gælunafninu Mummi. Landvernd Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram. Kosningar 2017 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna átti nokkuð óvænt útspil í dag þegar tilkynnt var að einn af þremur ráðherrum flokksins kæmi ekki úr flokki þingmannanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, verður umhverfisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hann er félagi í Vinstri grænum og sjötti utanþingsráðherrann sem skipaður er á lýðveldistíma. Guðmundur Ingi er fertugur, uppalinn í Borgarnesi, líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt. Hann tók þátt í að stofna Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og gegndi formennsku í félaginu fyrstu árin, frá 2007 til 2010.Fetar í fótspor Jóhönnu Guðmundur Ingi er kallaður Mummi af nánast öllum sem hann þekkja. Hann er samkynhneigður og því fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn til að gegna ráðherraembætti á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir er til þessa eini opinberlega samkynhneigði Íslendingurinn sem gegnt hefur ráðherraembætti. Guðmundur Ingi hefur starfað við rannsóknir í vist- og umhverfisfræðum við Háskóla Íslands og við alþjóðamál og rannsóknir hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða síðan 2006. Þá hefur hann starfað sem landvörður. Hann var árið 2014 tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar fyrir störf sín á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Í umsögn um hann sagði: „Guðmundur smitar og hvetur fólk til dáða með sínum óþrjótandi áhuga á umhverfismálum. Hann vekur fólk til umhugsunar með skrifum sínum og framkomu. Einnig hefur hann haft jákvæð áhrif á náttúruverndarbaráttu með málefnalegri umræðu og með því að finna leiðir til samvinnu.“ Hann er formaður Félags Fulbright styrkþega á Íslandi.Vill verndarstefnu í stað virkjunarstefnu Í umræðu um náttúrupassa árið 2014 lýsti hann yfir áhyggjum af þeim fyrirætlunum. Aðrar leiðir væru færari, svo sem að taka upp gistináttagjald. Hafði hann áhyggjur af því að það gæti haft áhrif á upplifun ferðamanna ef eftirlit væri um landið hverjir hefðu keypt passann. Þá þyrfti að virða almannarétt íbúa landsins. Þegar ný ríkisstjórn tók við tauminum í lok árs 2016, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, skrifaði Guðmundur Ingi tíu atriða topplista fyrir nýja stjórn. Meðal þess sem hann vildi sjá var kolefnislaust Ísland, stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og verndarstefnu í stað virkjunarstefnu. Guðmundur Ingi mætir til Bessastaða ásamt öðrum nýjum ráðherrum klukkan 15 þar sem fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar fer fram.
Kosningar 2017 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira