Innlent

Aukafréttatími Stöðvar 2 í hádeginu

Hrund Þórsdóttir skrifar
Hádegisfréttatíminn hefst klukkan 12.
Hádegisfréttatíminn hefst klukkan 12.
Ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, tekur við völdum í dag. Undirritun stjórnarsáttmála fer fram í Listasafni Íslands á blaðamannafundi sem hófst nú klukkan tíu.

Stöð 2 verður með aukafréttatíma klukkan 12 á hádegi í tilefni af þessu. Þar verður meðal annars farið yfir stjórnarsáttmálann, rætt við formenn stjórnarflokkanna og farið yfir atburðarrás gærkvöldsins, þegar tveir þingmenn Vinstri grænna, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, greiddu atkvæði gegn málefnasamningi hinnar nýju ríkisstjórnar.

Aukafréttatíminn hefst klukkan 12 á hádegi og verður í opinni dagskrá á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×