HM-drátturinn: Mestar líkur á því að við lendum í riðli með Mexíkó en England ekki líklegur mótherji Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 09:00 Litlar líkur eru á því að Englendingar fái tækifæri til að hefna þessa taps á HM næst sumar. Vísir/Getty Það eru litlar líkur á því að íslenska landsliðið lendi í riðli með gestgjöfum Rússa eða Englendingum þegar dregið verður í riðla á HM í Rússlandi 2018 á morgun. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út líkur á öllum möguleikum úr drættinum sem fer fram í Kremlín um kaffileytið á morgun. Líklegast er að íslenska liðið lendi með Mexíkó í riðli en ólíklegast er að Ísland og Serbía verði saman. Til þess að Ísland lenti með Serbum í riðli þá þyrftu hin tvö liðin í riðlinum að vera utan Evrópu. Mexíkó er í öðrum styrkleikaflokki en þar eru líka lið eins og Spánn, England, Kólumbía og Úrúgvæ. Á eftir Mexíkó er líklegast að við lendum í riðli með Suður-Ameríkuþjóðunum Kólumbíu (17,3 prósent), Úrúgvæ (17,3 prósent) og Perú (17,3 prósent). Það eru aftur á móti aðeins sjö prósent líkur á því lendum í riðli með Englandi en 0,1 prósent hærri líkur eru á því að Spánn, Sviss eða Króatía verði í íslenska riðlinum. Það er líklegasta að Ísland fái Suður-Ameríkuþjóðirnar Brasilíu og Argentínu úr fyrsta styrkleikaflokki en langólíklegast að Ísland mæti gestgjöfum Rússa. Nígería er líklegast mótherji Íslands úr fjórða styrkleikaflokki en Nígeríumenn hafa aðeins betri líkur en Marokkóbúar. Hér fyrir neðan má sjá alla útreikninga Alexis Martín-Tamayo og enn neðar svo líklegustu og ólíklegustu mótherja Íslands á einum stað.TODAS LAS PROBABILIDADES DE TODOS LOS EMPAREJAMIENTOS DEL SORTEO DE LA COPA DEL MUNDO.#WorldCupDraw Si llegamos a 30.000 RTs publico un vídeo en el que os explico con detalle como se pueden hacer estos cálculos y hasta os puedo mostrar el código de programación del simulador. pic.twitter.com/j16l6UFXTS — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 29, 2017Líklegustu mótherjar Íslands:Fyrsti styrkleikaflokkur: Brasilía eða Argentína (18,6 prósent)Annar styrkleikaflokkur: Mexíkó (19,8 prósent)Þriðji styrkleikaflokkur: ÍslandFjórði styrkleikaflokkur: Nígería (18,1 prósent)Ólíklegustu mótherjar Íslands:Fyrsti styrkleikaflokkur: Rússland (6,4 prósent)Annar styrkleikaflokkur: England (7,0 prósent)Þriðji styrkleikaflokkur: ÍslandFjórði styrkleikaflokkur: Serbía (3,3 prósent) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Það eru litlar líkur á því að íslenska landsliðið lendi í riðli með gestgjöfum Rússa eða Englendingum þegar dregið verður í riðla á HM í Rússlandi 2018 á morgun. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út líkur á öllum möguleikum úr drættinum sem fer fram í Kremlín um kaffileytið á morgun. Líklegast er að íslenska liðið lendi með Mexíkó í riðli en ólíklegast er að Ísland og Serbía verði saman. Til þess að Ísland lenti með Serbum í riðli þá þyrftu hin tvö liðin í riðlinum að vera utan Evrópu. Mexíkó er í öðrum styrkleikaflokki en þar eru líka lið eins og Spánn, England, Kólumbía og Úrúgvæ. Á eftir Mexíkó er líklegast að við lendum í riðli með Suður-Ameríkuþjóðunum Kólumbíu (17,3 prósent), Úrúgvæ (17,3 prósent) og Perú (17,3 prósent). Það eru aftur á móti aðeins sjö prósent líkur á því lendum í riðli með Englandi en 0,1 prósent hærri líkur eru á því að Spánn, Sviss eða Króatía verði í íslenska riðlinum. Það er líklegasta að Ísland fái Suður-Ameríkuþjóðirnar Brasilíu og Argentínu úr fyrsta styrkleikaflokki en langólíklegast að Ísland mæti gestgjöfum Rússa. Nígería er líklegast mótherji Íslands úr fjórða styrkleikaflokki en Nígeríumenn hafa aðeins betri líkur en Marokkóbúar. Hér fyrir neðan má sjá alla útreikninga Alexis Martín-Tamayo og enn neðar svo líklegustu og ólíklegustu mótherja Íslands á einum stað.TODAS LAS PROBABILIDADES DE TODOS LOS EMPAREJAMIENTOS DEL SORTEO DE LA COPA DEL MUNDO.#WorldCupDraw Si llegamos a 30.000 RTs publico un vídeo en el que os explico con detalle como se pueden hacer estos cálculos y hasta os puedo mostrar el código de programación del simulador. pic.twitter.com/j16l6UFXTS — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 29, 2017Líklegustu mótherjar Íslands:Fyrsti styrkleikaflokkur: Brasilía eða Argentína (18,6 prósent)Annar styrkleikaflokkur: Mexíkó (19,8 prósent)Þriðji styrkleikaflokkur: ÍslandFjórði styrkleikaflokkur: Nígería (18,1 prósent)Ólíklegustu mótherjar Íslands:Fyrsti styrkleikaflokkur: Rússland (6,4 prósent)Annar styrkleikaflokkur: England (7,0 prósent)Þriðji styrkleikaflokkur: ÍslandFjórði styrkleikaflokkur: Serbía (3,3 prósent)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira