Best ef Lionel Messi mætti bara með 23 treyjur í leikinn á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2017 18:58 Lionel Messi og Diego Jóhannesson. Vísir/Samsett/Getty og AFP Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu munu mæta því íslenska í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi næsta sumar. Leikurinn fer fram í Moskvu 16. júní í sumar. Það má búast við að þessi leikur þjóðanna veki mikla athygli í fótboltaheiminum enda argentínska landsliðið eitt þeirra liða sem er búist við að berjist um heimsmeistaratitilinn og Ísland að endurskrifa sögu HM með því að spila sinn fyrsta leik frá upphafi í úrslitakeppni HM. Ísland verður langfámennasta þjóðin til að taka þátt í HM og hér á landi búa sem dæmi þremur milljónum færri íbúar en í Úrúgvæ sem er næstfámennasta þjóðin sem tekur þátt í HM í Rússlandi næsta sumar. Erlendir fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu mikinn áhuga á íslenska landsliðinu og að tala við íslensku landsliðsmennina. Þar er Diego Jóhannesson enginn undantekning. Hann var í viðtali í argentínska blaðinu Ole. Diego er líklega eini leikmaður íslenska landsliðsins sem talar betri spænsku en íslensku. ESPN segir frá þessu viðtali hans í Ole.@Monitor_sur@DiarioOle#LookingForNews>>> Diario Ole #Argentina El insólito pedido de Diego Johannesson, lateral derecho de Islandia, a #Messi de cara a #Rusia2018: "Que prepare 23 camisetas" https://t.co/6d6dscR54e …pic.twitter.com/aitcKspxR9https://t.co/fLhemyDgXT — JUST PURE INFORMATION (@Monitor_sur) December 7, 2017 „Allir leikmenn íslenska liðsins vilja fá treyjuna hans Messi og ég er einn þeirra,“ sagði Diego Jóhannesson við Ole. „Hann mun líklega láta þann fá treyjuna sem spyr fyrst. Við ætlum nú ekki að rífast um hana en ég legg til að hann komi bara með 23 treyjur í leikinn,“ sagði Diego í léttum tón. „Við erum ánægðir með að fá tækifæri til að spila á móti honum því hann er sá besti í heimi,“ sagði Diego. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu munu mæta því íslenska í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi næsta sumar. Leikurinn fer fram í Moskvu 16. júní í sumar. Það má búast við að þessi leikur þjóðanna veki mikla athygli í fótboltaheiminum enda argentínska landsliðið eitt þeirra liða sem er búist við að berjist um heimsmeistaratitilinn og Ísland að endurskrifa sögu HM með því að spila sinn fyrsta leik frá upphafi í úrslitakeppni HM. Ísland verður langfámennasta þjóðin til að taka þátt í HM og hér á landi búa sem dæmi þremur milljónum færri íbúar en í Úrúgvæ sem er næstfámennasta þjóðin sem tekur þátt í HM í Rússlandi næsta sumar. Erlendir fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu mikinn áhuga á íslenska landsliðinu og að tala við íslensku landsliðsmennina. Þar er Diego Jóhannesson enginn undantekning. Hann var í viðtali í argentínska blaðinu Ole. Diego er líklega eini leikmaður íslenska landsliðsins sem talar betri spænsku en íslensku. ESPN segir frá þessu viðtali hans í Ole.@Monitor_sur@DiarioOle#LookingForNews>>> Diario Ole #Argentina El insólito pedido de Diego Johannesson, lateral derecho de Islandia, a #Messi de cara a #Rusia2018: "Que prepare 23 camisetas" https://t.co/6d6dscR54e …pic.twitter.com/aitcKspxR9https://t.co/fLhemyDgXT — JUST PURE INFORMATION (@Monitor_sur) December 7, 2017 „Allir leikmenn íslenska liðsins vilja fá treyjuna hans Messi og ég er einn þeirra,“ sagði Diego Jóhannesson við Ole. „Hann mun líklega láta þann fá treyjuna sem spyr fyrst. Við ætlum nú ekki að rífast um hana en ég legg til að hann komi bara með 23 treyjur í leikinn,“ sagði Diego í léttum tón. „Við erum ánægðir með að fá tækifæri til að spila á móti honum því hann er sá besti í heimi,“ sagði Diego.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira