„Þetta er söguríkasta hérað landsins" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2017 19:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nú undir kvöld opinberri heimsókn sinni í Dalabyggð. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun á svæðinu undanfarna áratugi segist Guðni finna fyrir bjartsýni meðal íbúa og að þeir ásamt stjórnvöldum þurfi að taka höndum saman til þess að sporna gegn fólksfækkun. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst í gær með heimsókn á Dvalar og hjúkrunarheimilið að Fellsenda en í heimsókn sinni heimsóttu þau einnig menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Opin fundur með forsetahjónunum og sveitarstjórn var haldinn í gær þar sem fjallað var um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Í morgun að komið við að Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnti metnaðarfull áform um uppbyggingu seturs og starfsemi til heiðurs Sturlu Þórðarsyni sagnaritara. „Fyrir mig með minn áhuga á sögunni þá er nú gaman að koma hingað. Ég held það sé satt sem einhver sagði að þetta er söguríkasta hérað landsins,“ segði Guðni í dag. Í heimsókn sinni sagðist Guðni hafa fundið fyrir bjartsýni íbúa þrátt fyrir að fólki hafi fækkað undanfarna áratugi. Ferðaþjónusta á svæðinu hefur farið vaxandi og í landbúnaði hafa verið ýmis sóknarfæri.Hann segir að samfélagið og stjórnvöld þurfi að taka höndum saman til að sporna gegn fólksfækkun. „Það er í verkahring íbúanna og stjórnvalda, fólksins fyrir sunnan, að sjá um að hér sé hægt að hafa lífvænlegt samfélag. Samfélag sem leggur til landsins alls. Þetta er alveg hægt,“ sagði Guðni. Forsetahjónin heimsóttu leik- og grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal þar sem tæplega 130 nemendur tóku á móti þeim sem Guðni segir að sé treystandi til þess að taka við framtíðinni. „Þetta eru hressir krakkar. Vel hugsað um þau og í þeim liggur auðvitað framtíðin. Vigdís Grímsdóttir fékk nýlega verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og hún sagði það eina sem skipti máli og það sem skiptir lang mestu máli er að hugsa vel um börnin,“ sagði Guðni. Opinberri heimsókn forsetahjónanna lauk nú undir kvöld með fjölskylduskemmtun í Dalabúð í Búðardal. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lauk nú undir kvöld opinberri heimsókn sinni í Dalabyggð. Þrátt fyrir mikla fólksfækkun á svæðinu undanfarna áratugi segist Guðni finna fyrir bjartsýni meðal íbúa og að þeir ásamt stjórnvöldum þurfi að taka höndum saman til þess að sporna gegn fólksfækkun. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst í gær með heimsókn á Dvalar og hjúkrunarheimilið að Fellsenda en í heimsókn sinni heimsóttu þau einnig menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Opin fundur með forsetahjónunum og sveitarstjórn var haldinn í gær þar sem fjallað var um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Í morgun að komið við að Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnti metnaðarfull áform um uppbyggingu seturs og starfsemi til heiðurs Sturlu Þórðarsyni sagnaritara. „Fyrir mig með minn áhuga á sögunni þá er nú gaman að koma hingað. Ég held það sé satt sem einhver sagði að þetta er söguríkasta hérað landsins,“ segði Guðni í dag. Í heimsókn sinni sagðist Guðni hafa fundið fyrir bjartsýni íbúa þrátt fyrir að fólki hafi fækkað undanfarna áratugi. Ferðaþjónusta á svæðinu hefur farið vaxandi og í landbúnaði hafa verið ýmis sóknarfæri.Hann segir að samfélagið og stjórnvöld þurfi að taka höndum saman til að sporna gegn fólksfækkun. „Það er í verkahring íbúanna og stjórnvalda, fólksins fyrir sunnan, að sjá um að hér sé hægt að hafa lífvænlegt samfélag. Samfélag sem leggur til landsins alls. Þetta er alveg hægt,“ sagði Guðni. Forsetahjónin heimsóttu leik- og grunnskóladeild Auðarskóla í Búðardal þar sem tæplega 130 nemendur tóku á móti þeim sem Guðni segir að sé treystandi til þess að taka við framtíðinni. „Þetta eru hressir krakkar. Vel hugsað um þau og í þeim liggur auðvitað framtíðin. Vigdís Grímsdóttir fékk nýlega verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, og hún sagði það eina sem skipti máli og það sem skiptir lang mestu máli er að hugsa vel um börnin,“ sagði Guðni. Opinberri heimsókn forsetahjónanna lauk nú undir kvöld með fjölskylduskemmtun í Dalabúð í Búðardal.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira