Færi með þrjá markverði á EM en Aron Rafn er ekki einn af þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson hefur ekki farið vel af stað með ÍBV. vísir/anton brink Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan. EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira