Færi með þrjá markverði á EM en Aron Rafn er ekki einn af þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson hefur ekki farið vel af stað með ÍBV. vísir/anton brink Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan. EM 2018 í handbolta Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir of lítið aðhald hafa verið að markvörðum íslenska landsliðsins undanfarin ár, en hann færi með þrjá markverði til Króatíu á EM í janúar. Baráttan um farseðilinn með aðalmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni er hörð en bæði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, og Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu og silfurdrengur, eru að spila mjög vel í Olís-deildinni. Töluvert betur en núverandi landsliðsmarkvörðuronn Aron Rafn Eðvarðsson sem spilar með ÍBV. „Ég hef alveg gríðarlega trú á Björgvini Páli. Hann er okkar besti markvörður og mér fannst hann byrja Íslandsmótið alveg stórkostlega. Hann er örlítið að dala núna enda nóg að gera í lífinu hjá honum á öllum vígstöðvum. Kannski of mörgum vígstöðum, ég veit það ekki,“ segir Sebastian en hann ræddi 28 manna landsliðshóp Íslands í Akraborginni í gær.Ágúst Elí hefur átt gott tímabili í marki FH.vísir/stefánÞarf að vera pressa „Hitt er annað mál að ég myndi taka þrjá markverði. Ég myndi hafa Ágúst Elí með úti og henda honum inn um leið og það þyrfti. Það þarf að vera smá aðhald. Undanfarin ár hefur verið of lítið um heilbrigt aðhald að markvörðunum.“ „Björgvin Páll spilar bara nema þegar að Aron Rafn hefur verið með honum. Þegar Aron er ekki hefur öðrum kollegum Björgvins ekki verið treyst. Það þarf að vera smá pressa og eitthvað sem ýtir þeim öllum saman og til árangurs fyrir íslenska landsliðið,“ segir Sebastian. Aron Rafn hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðan árið 2012. Hann kom heim úr atvinnumennsku en hefur átt erfitt uppdráttar í Vestmannaeyjum. Aron er ekki á topp tíu á „Power Ranking“-lista HB Statz, en tölfræðilega er hann tólfti besti markvörður Olís-deildarinnar. Björgvin Páll er sá besti í deildinni samkvæmt tölfræði HB Statz en hann er með 39 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali og markvarðareinkunn upp á 8,55.Hreiðar Levý er 37 ára en einn af þeim bestu í deildinni hér heima.vísir/eyþórHreiðar frekar en Aron Ágúst Elí er búin að verja 37 prósent skota sinna og er með 8 í einkunn en Hreiðar Levý Guðmundsson er með 34% markvörslu í deildinni í vetur og einkunn upp á 8,08. Aron Rafn er aðeins með 27 prósent hlutfallsmarkvörslu auk þess sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann er í tólfta sæti yfir markverði í deildinni með markvarðaeinkunn upp á 6,70. „Mín persónulega skoðun er að ég myndi taka Hreiðar [frekar en Aron Rafn]. Mér finnst hann í betra standi eins og er. Aron Rafn er klárlega ekki búinn að segja sitt síðasta sem landsliðsmaður en akkurat í augnablikinu hefur hann gott af því að núllstilla sig og koma sterkari til baka,“ segir Sebastian. „Hreiðar er með miklu meiri reynslu heldur en fólk gerir sér grein fyrir og er í góðu standi eins og er. Aron Rafn þarf bara smá tíma til þess að koma til baka. Hann þarf líka smá frið til þess. Það eru alveg nógu margir að setja út á hann, þar með talinn ég. Hann þarf bara að ná vopnum sínum aftur,“ segir Sebastian Alexandersson. Alla umræðuna má heyra hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn