Vegamálastjóri bíður spenntur eftir símhringingu frá ráðherra Baldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við lyklunum að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. vísir/eyþór „Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira