Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Gísli Þorgeir klárar tímabilið með FH og fer svo til Kiel. Fréttablaðið/Anton Í gær bárust fréttir af því að FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson væri búinn að semja við þýska stórveldið Kiel til þriggja ára. Gísli klárar tímabilið með FH og gengur svo í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason stýrir. Gísli segir að Kiel hafi fyrst haft samband í sumar. Samningaferlið tafðist hins vegar þar sem leikstjórnandinn efnilegi fór úr olnbogalið á æfingu með U-21 árs landsliðinu. „Ég fékk símtal frá Alfreð í sumar. Þetta slitnaði smá þegar ég meiddist. En síðan vann ég vel úr mínum málum, var í góðum höndum hjá góðum sjúkraþjálfara. Ég er orðinn sterkari en ég var áður en ég meiddist og betri á mörgum sviðum, mest andlega,“ sagði Gísli sem fór til Kiel ásamt föður sínum, Kristjáni Arasyni, eftir Evrópuleikinn gegn Tatran Presov í Slóvakíu um þarsíðustu helgi. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá Kiel og skrifaði svo undir samning við félagið. Gísli segir að önnur lið hafi haft áhuga á honum en eftir að Kiel kom inn í myndina hafi ekki verið spurning að fara þangað. „Það komu önnur lið til greina en þegar Alfreð hringdi var þetta engin spurning,“ sagði Gísli. Annar leikstjórnandi úr FH, sem spilaði einnig í treyju númer fjögur hjá Fimleikafélaginu, fór til Kiel fyrir átta árum, þegar hann var 19 ára eins og Gísli verður á næsta ári. Sá heitir Aron og er Pálmarsson og varð að einum besta leikmanni heims á tíma sínum hjá Kiel.Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyAron gaf Kiel og Alfreð sín bestu meðmæli „Aron sagði að Alfreð væri sá besti. Og ég hef alltaf haldið að hann sé sá besti. Ég er fullur tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Gísli sem býst við að fá nokkuð stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. „Ég held að ég verði miðjumaður númer tvö á eftir [Domagoj] Duvnjak. Það er draumur að æfa og spila með þessum leikmönnum.“ Næsta tímabil verður það síðasta hjá Alfreð við stjórnvölinn hjá Kiel. Akureyringurinn hefur þjálfað liðið síðan 2008 og náð framúrskarandi árangri. Gísli segist ætla að nýta þetta eina tímabil sem hann fær með Alfreð til hins ýtrasta. „Ég mun nýta tímann sem ég fæ með Alfreð fáránlega vel; nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að leggja inn í reynslubankann. Svo verður það væntanlega enginn vitleysingur sem tekur við þegar Alfreð hættir,“ sagði Gísli og hló. Hafnfirðingurinn lék sína fyrstu A-landsleiki í lok október og er einn þeirra 28 sem koma til greina í íslenska hópinn sem fer á EM í Króatíu í byrjun næsta árs. En gerir Gísli sér vonir um að vera í lokahópnum?Vísir/ErnirNæsta markmið „Það er næsta markmið. Það yrði draumur að fara út með öllum þessum leikmönnum. Það var geðveikt að fá að æfa með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni] og öllum hinum,“ sagði Gísli og bætti við að hann hefði grætt mikið á landsliðsæfingunum í október. Þrátt fyrir að vera kominn mjög langt miðað við aldur er Gísli meðvitaður um að hann þarf að bæta sig fyrir átökin í atvinnumennskunni. „Ég er góður á fótunum en ég þarf að styrkja efri búkinn svo ég geti ráðið við 120 kílóa línumenn,“ sagði Gísli sem verður væntanlega látinn spila sem bakvörður í vörn Kiel. Eins og áður sagði klárar Gísli tímabilið með FH áður en hann fer til Kiel. Hann vill að sjálfsögðu kveðja uppeldisfélagið með titli eða titlum. „Það er minn heitasti draumur eins og er. FH hefur gert rosalega mikið fyrir mig og er mitt hjarta,“ sagði Gísli að lokum. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson væri búinn að semja við þýska stórveldið Kiel til þriggja ára. Gísli klárar tímabilið með FH og gengur svo í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason stýrir. Gísli segir að Kiel hafi fyrst haft samband í sumar. Samningaferlið tafðist hins vegar þar sem leikstjórnandinn efnilegi fór úr olnbogalið á æfingu með U-21 árs landsliðinu. „Ég fékk símtal frá Alfreð í sumar. Þetta slitnaði smá þegar ég meiddist. En síðan vann ég vel úr mínum málum, var í góðum höndum hjá góðum sjúkraþjálfara. Ég er orðinn sterkari en ég var áður en ég meiddist og betri á mörgum sviðum, mest andlega,“ sagði Gísli sem fór til Kiel ásamt föður sínum, Kristjáni Arasyni, eftir Evrópuleikinn gegn Tatran Presov í Slóvakíu um þarsíðustu helgi. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá Kiel og skrifaði svo undir samning við félagið. Gísli segir að önnur lið hafi haft áhuga á honum en eftir að Kiel kom inn í myndina hafi ekki verið spurning að fara þangað. „Það komu önnur lið til greina en þegar Alfreð hringdi var þetta engin spurning,“ sagði Gísli. Annar leikstjórnandi úr FH, sem spilaði einnig í treyju númer fjögur hjá Fimleikafélaginu, fór til Kiel fyrir átta árum, þegar hann var 19 ára eins og Gísli verður á næsta ári. Sá heitir Aron og er Pálmarsson og varð að einum besta leikmanni heims á tíma sínum hjá Kiel.Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason.Vísir/GettyAron gaf Kiel og Alfreð sín bestu meðmæli „Aron sagði að Alfreð væri sá besti. Og ég hef alltaf haldið að hann sé sá besti. Ég er fullur tilhlökkunar og get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Gísli sem býst við að fá nokkuð stórt hlutverk á sínu fyrsta tímabili hjá Kiel. „Ég held að ég verði miðjumaður númer tvö á eftir [Domagoj] Duvnjak. Það er draumur að æfa og spila með þessum leikmönnum.“ Næsta tímabil verður það síðasta hjá Alfreð við stjórnvölinn hjá Kiel. Akureyringurinn hefur þjálfað liðið síðan 2008 og náð framúrskarandi árangri. Gísli segist ætla að nýta þetta eina tímabil sem hann fær með Alfreð til hins ýtrasta. „Ég mun nýta tímann sem ég fæ með Alfreð fáránlega vel; nýta hverja einustu æfingu og hvern einasta dag til að leggja inn í reynslubankann. Svo verður það væntanlega enginn vitleysingur sem tekur við þegar Alfreð hættir,“ sagði Gísli og hló. Hafnfirðingurinn lék sína fyrstu A-landsleiki í lok október og er einn þeirra 28 sem koma til greina í íslenska hópinn sem fer á EM í Króatíu í byrjun næsta árs. En gerir Gísli sér vonir um að vera í lokahópnum?Vísir/ErnirNæsta markmið „Það er næsta markmið. Það yrði draumur að fara út með öllum þessum leikmönnum. Það var geðveikt að fá að æfa með leikmönnum eins og Guðjóni Val [Sigurðssyni] og öllum hinum,“ sagði Gísli og bætti við að hann hefði grætt mikið á landsliðsæfingunum í október. Þrátt fyrir að vera kominn mjög langt miðað við aldur er Gísli meðvitaður um að hann þarf að bæta sig fyrir átökin í atvinnumennskunni. „Ég er góður á fótunum en ég þarf að styrkja efri búkinn svo ég geti ráðið við 120 kílóa línumenn,“ sagði Gísli sem verður væntanlega látinn spila sem bakvörður í vörn Kiel. Eins og áður sagði klárar Gísli tímabilið með FH áður en hann fer til Kiel. Hann vill að sjálfsögðu kveðja uppeldisfélagið með titli eða titlum. „Það er minn heitasti draumur eins og er. FH hefur gert rosalega mikið fyrir mig og er mitt hjarta,“ sagði Gísli að lokum.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur Sjá meira