„Ég þekki forseta Bandaríkjanna, hvern þekkir þú?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2017 21:00 Harvey Weinstein montaði sig af sambandi við Obama og laug til um kynlíf við Gwyneth Paltrow til að fá sínu fram. Vísir/Getty Harvey Weinstein montaði sig af vináttu sinni við Barack Obama í forsetatíð hans til að þagga niður í gagnrýnisröddum og laug til um að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Gwyneth Paltrow til að tæla konur. Nokkrum dögum áður en fyrsta fréttin birtist um kynferðislega áreitni og ofbeldi Weinstein hafði hann í hótunum við blaðamanninn Ronan Farrow. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun New York Times um Weinstein. Weinstein var einn af stærstu styrktaraðilum Clinton í kosningabaráttu hennar í fyrra. Hann styrkti hana um töluverða fjármuni og hélt tvo styrktarkvöldverði fyrir kosningabaráttu hennar, annan í október árið 2015 og annan í júní 2016. Þá montaði hann sig einnig af vináttu sinni við Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. „Ég þekki forseta Bandaríkjanna. Hvern þekkir þú?“ á hann til að mynda að hafa sagt þegar hann reyndi að sýna fram á hversu valdamikill hann væri. Varaði Clinton við árið 2008 Síðan fregnir bárust af óviðeigandi hegðun Weinstein hafa bæði Obama hjónin og Clinton afneitað hegðan hans. Samkvæmt umfjöllun New York Times má þá gera ráð fyrir því að þau hafi vitað af orðspori Weinstein fyrir nokkru síðan. Þar segir að leikkonan Lena Dunham hafi verið önnur tveggja kvenna sem varaði Hillary Clinton við því að starfa með Weinstein vegna orðspors hans sem nauðgari. Hin konan var Tina Brown, fyrrverandi ritstjóri Tatler, Vanity Fair, The New Yorker og Newsweek. Dunham segist hafa talað við samskiptastjóra Clinton í mars árið 2016. „Ég vildi bara láta þig vita að Harvey er nauðgari og þetta mun verða opinbert á einhverjum tímapunkti. Ég tel að það sé mjög slæm hugmynd að hann haldi fjáröflunarkvöld og að hann sé viðloðandi vegna þess að þetta er illa geymt leyndarmál í Hollywood að hann eigi við vandamál varðandi kynferðisofbeldi,“ á Dunham að hafa sagt. Brown segist hafa látið teymi Clinton vita af orðspori Weinstein nokkrum árum fyrr, árið 2008. Hún hafi heyrt að hegðun Weinstein hefði versnað síðan árið 2002 og sagði að það væri óráðlegt að hafa hann sem opinberan stuðningsmann. Clinton og Weinstein árið 2012. Fjórum árum eftir að Tina Brown segist hafa varað Clinton við sögusögnum um Weinstein.Vísir/Getty Notaði Paltrow sem dæmi Í september á þessu ári var Robert Barnet, lögfræðingur Clinton, í samningaviðræðum við Weinstein um gerð heimildamyndaþátta um kosningabaráttu Clinton. „Viðræður voru í gangi þar til ásakanirnar komu upp á yfirborðið, þá var öllum viðræðum hætt fyrirvaralaust,“ segir Barnet í samtali við Times. Óskarsverðlaunaleikkonan Gwyneth Paltrow lék í nokkrum myndum sem Harvey og bróðir hans Bob framleiddu. Hún segir það hafa komið sér úr jafnvægi að Weinstein hafi logið til um að hafa sofið hjá henni. Talið er að Weinstein hafi notað Paltrow sem dæmi um hvernig ferill ungra leikkvenna gæti blómstrað í Hollywood ef þær létu undan kynferðislegum tilburðum hans. Paltrow hefur áður sagt að Weinstein hafi áreitt hana kynferðislega, en að hún hafi neitað honum. „Hann er ekki fyrsta manneskjan sem lýgur til um að hafa sofið hjá einhverjum, en hann notaði lygina sem árásarvopn,“ sagði Paltrow. Í grein New York Times er ítarlega farið yfir þau úrræði sem Weinstein nýtti sér tengsl sín víða í fjölmiðlaheiminum vestanhafs til að þagga niður sögur í mörg ár. Weinstein og Paltrow sjást hér fyrir miðri mynd. Myndin er tekin á óskarsverðlaunahátíðinni árið 1999 þegar kvikmyndin Shakespeare in Love vann til fjölda verðlauna. Weinstein framleiddi myndina og Paltrow vann til verðlauna fyrir leik í aðalhlutverki.Vísir/Getty Þá er einnig rætt við nokkra fyrrverandi aðstoðarmenn Weinstein. Meðal þess sem aðstoðarmenn hans voru beðnir um að gera var að verða honum úti um lyf við risvandamálum. Ein þeirra, Sandeep Rehal, segir að hún hafi oft þurft að færa honum lyfin á hótelherbergi áður en hann átti fundi með konum. Hún geymdi lyfin í skrifborði sínu og flutti þau á milli staða í brúnum bréfpoka. Rehal var einnig gert að leigja íbúð fyrir Weinstein og sjá til þess að þar væri ávallt að finna blóm, baðsloppa og undirföt. Rehal og önnur fyrrverandi aðstoðarkona, Lauren O'Connor, segja báðar frá því að þær hafi fylgt WEinstein í kynlífsmeðferðartíma árið 2015. Meðferðin virtist þó hafa lítil áhrif. Rehal segist hafa kvartað undan þeim verkefnum sem henni voru falin en segir að henni hafi ekki verið gefinn neinn valkostur þegar Weinstein tjáði henni að hann vissi hvar systir hennar væri í skóla. Var henni hótað að systirin yrði rekin úr skólanum ef hún kvartaði frekar yfir verkefnum. Starfsfólki var einnig kennt sérstaklega hvernig ætti að umgangast Georginu Chapman, eiginkonu Weinstein sem hefur nú skilið við hann. Samkvæmt Times var eins konar handbók til staðar á skrifstofunni þar sem þeim var kennt hvernig ætti að ræða við Chapman ef hún hringdi. „Símtöl frá Georginu - sýndu tillitssemi (Hvernig hefurðu það? Er það eitthvað mikilvægt? Má ég láta hann vita að þú hafir hringt?) en vertu hliðvörður (Hann er á fundi.)“ Fyrsta fréttin um hegðun Weinstein birtist í byrjun október. Í september lokkaði Weinstein tvær stúlkur upp á hótelherbergið sitt á Toronto kvikmyndahátíðinni. Þá var Weinstein orðið ljóst að blaðamenn væru að rannsaka hegðun hans. Hann bað stúlkurnar um að nudda sig og bauð þeim hjálp með feril sinn. Síðan þrábað hann þær um að segja engum og sagði að afleiðingarnar gætu verið slæmar fyrir þær. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Harvey Weinstein montaði sig af vináttu sinni við Barack Obama í forsetatíð hans til að þagga niður í gagnrýnisröddum og laug til um að hafa sofið hjá óskarsverðlaunaleikkonunni Gwyneth Paltrow til að tæla konur. Nokkrum dögum áður en fyrsta fréttin birtist um kynferðislega áreitni og ofbeldi Weinstein hafði hann í hótunum við blaðamanninn Ronan Farrow. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun New York Times um Weinstein. Weinstein var einn af stærstu styrktaraðilum Clinton í kosningabaráttu hennar í fyrra. Hann styrkti hana um töluverða fjármuni og hélt tvo styrktarkvöldverði fyrir kosningabaráttu hennar, annan í október árið 2015 og annan í júní 2016. Þá montaði hann sig einnig af vináttu sinni við Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. „Ég þekki forseta Bandaríkjanna. Hvern þekkir þú?“ á hann til að mynda að hafa sagt þegar hann reyndi að sýna fram á hversu valdamikill hann væri. Varaði Clinton við árið 2008 Síðan fregnir bárust af óviðeigandi hegðun Weinstein hafa bæði Obama hjónin og Clinton afneitað hegðan hans. Samkvæmt umfjöllun New York Times má þá gera ráð fyrir því að þau hafi vitað af orðspori Weinstein fyrir nokkru síðan. Þar segir að leikkonan Lena Dunham hafi verið önnur tveggja kvenna sem varaði Hillary Clinton við því að starfa með Weinstein vegna orðspors hans sem nauðgari. Hin konan var Tina Brown, fyrrverandi ritstjóri Tatler, Vanity Fair, The New Yorker og Newsweek. Dunham segist hafa talað við samskiptastjóra Clinton í mars árið 2016. „Ég vildi bara láta þig vita að Harvey er nauðgari og þetta mun verða opinbert á einhverjum tímapunkti. Ég tel að það sé mjög slæm hugmynd að hann haldi fjáröflunarkvöld og að hann sé viðloðandi vegna þess að þetta er illa geymt leyndarmál í Hollywood að hann eigi við vandamál varðandi kynferðisofbeldi,“ á Dunham að hafa sagt. Brown segist hafa látið teymi Clinton vita af orðspori Weinstein nokkrum árum fyrr, árið 2008. Hún hafi heyrt að hegðun Weinstein hefði versnað síðan árið 2002 og sagði að það væri óráðlegt að hafa hann sem opinberan stuðningsmann. Clinton og Weinstein árið 2012. Fjórum árum eftir að Tina Brown segist hafa varað Clinton við sögusögnum um Weinstein.Vísir/Getty Notaði Paltrow sem dæmi Í september á þessu ári var Robert Barnet, lögfræðingur Clinton, í samningaviðræðum við Weinstein um gerð heimildamyndaþátta um kosningabaráttu Clinton. „Viðræður voru í gangi þar til ásakanirnar komu upp á yfirborðið, þá var öllum viðræðum hætt fyrirvaralaust,“ segir Barnet í samtali við Times. Óskarsverðlaunaleikkonan Gwyneth Paltrow lék í nokkrum myndum sem Harvey og bróðir hans Bob framleiddu. Hún segir það hafa komið sér úr jafnvægi að Weinstein hafi logið til um að hafa sofið hjá henni. Talið er að Weinstein hafi notað Paltrow sem dæmi um hvernig ferill ungra leikkvenna gæti blómstrað í Hollywood ef þær létu undan kynferðislegum tilburðum hans. Paltrow hefur áður sagt að Weinstein hafi áreitt hana kynferðislega, en að hún hafi neitað honum. „Hann er ekki fyrsta manneskjan sem lýgur til um að hafa sofið hjá einhverjum, en hann notaði lygina sem árásarvopn,“ sagði Paltrow. Í grein New York Times er ítarlega farið yfir þau úrræði sem Weinstein nýtti sér tengsl sín víða í fjölmiðlaheiminum vestanhafs til að þagga niður sögur í mörg ár. Weinstein og Paltrow sjást hér fyrir miðri mynd. Myndin er tekin á óskarsverðlaunahátíðinni árið 1999 þegar kvikmyndin Shakespeare in Love vann til fjölda verðlauna. Weinstein framleiddi myndina og Paltrow vann til verðlauna fyrir leik í aðalhlutverki.Vísir/Getty Þá er einnig rætt við nokkra fyrrverandi aðstoðarmenn Weinstein. Meðal þess sem aðstoðarmenn hans voru beðnir um að gera var að verða honum úti um lyf við risvandamálum. Ein þeirra, Sandeep Rehal, segir að hún hafi oft þurft að færa honum lyfin á hótelherbergi áður en hann átti fundi með konum. Hún geymdi lyfin í skrifborði sínu og flutti þau á milli staða í brúnum bréfpoka. Rehal var einnig gert að leigja íbúð fyrir Weinstein og sjá til þess að þar væri ávallt að finna blóm, baðsloppa og undirföt. Rehal og önnur fyrrverandi aðstoðarkona, Lauren O'Connor, segja báðar frá því að þær hafi fylgt WEinstein í kynlífsmeðferðartíma árið 2015. Meðferðin virtist þó hafa lítil áhrif. Rehal segist hafa kvartað undan þeim verkefnum sem henni voru falin en segir að henni hafi ekki verið gefinn neinn valkostur þegar Weinstein tjáði henni að hann vissi hvar systir hennar væri í skóla. Var henni hótað að systirin yrði rekin úr skólanum ef hún kvartaði frekar yfir verkefnum. Starfsfólki var einnig kennt sérstaklega hvernig ætti að umgangast Georginu Chapman, eiginkonu Weinstein sem hefur nú skilið við hann. Samkvæmt Times var eins konar handbók til staðar á skrifstofunni þar sem þeim var kennt hvernig ætti að ræða við Chapman ef hún hringdi. „Símtöl frá Georginu - sýndu tillitssemi (Hvernig hefurðu það? Er það eitthvað mikilvægt? Má ég láta hann vita að þú hafir hringt?) en vertu hliðvörður (Hann er á fundi.)“ Fyrsta fréttin um hegðun Weinstein birtist í byrjun október. Í september lokkaði Weinstein tvær stúlkur upp á hótelherbergið sitt á Toronto kvikmyndahátíðinni. Þá var Weinstein orðið ljóst að blaðamenn væru að rannsaka hegðun hans. Hann bað stúlkurnar um að nudda sig og bauð þeim hjálp með feril sinn. Síðan þrábað hann þær um að segja engum og sagði að afleiðingarnar gætu verið slæmar fyrir þær.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Hollywood-framleiðandi stígur til hliðar vegna umfjöllunar New York Times Sagður hafa áreitt kvenkynsstarfsmenn sína ítrekað og sýnt af óviðeigandi framkomu. 5. október 2017 19:55
Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50
Fólkið sem rauf þögnina manneskja ársins hjá Time Fólkið sem rauf þögnina og ræddi opinskátt um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi eru manneskja ársins að mati tímaritsins Time. 6. desember 2017 13:12
Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00