McLaren 720S er sneggri en þrisvar sinnum dýrari Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 13:30 McLaren 720S er ekki bara sprækur heldur líka mjög fallegur. Autoblog Þeir sem reynt hafa hinn nýja McLaren 720S halda ekki vatni yfir getu bílsins. Bílatímaritið Road & Track reyndi bílinn á kvartmílubraut um daginn og þar reyndist hann sneggri en ofurbíllinn Porsche 918 Spyder og kláraði kvartmíluna á 9,79 sekúndum með endahraðann 236 km/klst. Porsche 918 Spyder kostar 900.000 dollara en McLaren 720S kostar 285.000 dollara og er því meira en þrisvar sinnum ódýrari bíll. McLaren 720S er eins og nafn hans bendir til “aðeins” 720 hestöfl en Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl sem koma bæði frá öflugri brunavél og rafmagnsmótorum. McLaren 720S er eingöngu með brunavél og aðeins með drif á afturhjólunum, en Porsche bíllinn með drifi á öllum hjólum. Því kemur það eðlilega á óvart að McLaren bíllinn sé sneggri en það hjálpar honum mjög hversu léttur hann er, eða aðeins 1.450 kg, sem er um það bil það sama og Mazda3. Reyndar er McLaren 720S á pari við tvo aðra ofurbíla hvað upptöku varðar, þ.e. McLaren P1 og Ferrari LaFerrari en það eru, líkt og Porsche bíllinn, mjög dýrir bílar. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent
Þeir sem reynt hafa hinn nýja McLaren 720S halda ekki vatni yfir getu bílsins. Bílatímaritið Road & Track reyndi bílinn á kvartmílubraut um daginn og þar reyndist hann sneggri en ofurbíllinn Porsche 918 Spyder og kláraði kvartmíluna á 9,79 sekúndum með endahraðann 236 km/klst. Porsche 918 Spyder kostar 900.000 dollara en McLaren 720S kostar 285.000 dollara og er því meira en þrisvar sinnum ódýrari bíll. McLaren 720S er eins og nafn hans bendir til “aðeins” 720 hestöfl en Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl sem koma bæði frá öflugri brunavél og rafmagnsmótorum. McLaren 720S er eingöngu með brunavél og aðeins með drif á afturhjólunum, en Porsche bíllinn með drifi á öllum hjólum. Því kemur það eðlilega á óvart að McLaren bíllinn sé sneggri en það hjálpar honum mjög hversu léttur hann er, eða aðeins 1.450 kg, sem er um það bil það sama og Mazda3. Reyndar er McLaren 720S á pari við tvo aðra ofurbíla hvað upptöku varðar, þ.e. McLaren P1 og Ferrari LaFerrari en það eru, líkt og Porsche bíllinn, mjög dýrir bílar.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent