McLaren 720S er sneggri en þrisvar sinnum dýrari Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 13:30 McLaren 720S er ekki bara sprækur heldur líka mjög fallegur. Autoblog Þeir sem reynt hafa hinn nýja McLaren 720S halda ekki vatni yfir getu bílsins. Bílatímaritið Road & Track reyndi bílinn á kvartmílubraut um daginn og þar reyndist hann sneggri en ofurbíllinn Porsche 918 Spyder og kláraði kvartmíluna á 9,79 sekúndum með endahraðann 236 km/klst. Porsche 918 Spyder kostar 900.000 dollara en McLaren 720S kostar 285.000 dollara og er því meira en þrisvar sinnum ódýrari bíll. McLaren 720S er eins og nafn hans bendir til “aðeins” 720 hestöfl en Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl sem koma bæði frá öflugri brunavél og rafmagnsmótorum. McLaren 720S er eingöngu með brunavél og aðeins með drif á afturhjólunum, en Porsche bíllinn með drifi á öllum hjólum. Því kemur það eðlilega á óvart að McLaren bíllinn sé sneggri en það hjálpar honum mjög hversu léttur hann er, eða aðeins 1.450 kg, sem er um það bil það sama og Mazda3. Reyndar er McLaren 720S á pari við tvo aðra ofurbíla hvað upptöku varðar, þ.e. McLaren P1 og Ferrari LaFerrari en það eru, líkt og Porsche bíllinn, mjög dýrir bílar. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Þeir sem reynt hafa hinn nýja McLaren 720S halda ekki vatni yfir getu bílsins. Bílatímaritið Road & Track reyndi bílinn á kvartmílubraut um daginn og þar reyndist hann sneggri en ofurbíllinn Porsche 918 Spyder og kláraði kvartmíluna á 9,79 sekúndum með endahraðann 236 km/klst. Porsche 918 Spyder kostar 900.000 dollara en McLaren 720S kostar 285.000 dollara og er því meira en þrisvar sinnum ódýrari bíll. McLaren 720S er eins og nafn hans bendir til “aðeins” 720 hestöfl en Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl sem koma bæði frá öflugri brunavél og rafmagnsmótorum. McLaren 720S er eingöngu með brunavél og aðeins með drif á afturhjólunum, en Porsche bíllinn með drifi á öllum hjólum. Því kemur það eðlilega á óvart að McLaren bíllinn sé sneggri en það hjálpar honum mjög hversu léttur hann er, eða aðeins 1.450 kg, sem er um það bil það sama og Mazda3. Reyndar er McLaren 720S á pari við tvo aðra ofurbíla hvað upptöku varðar, þ.e. McLaren P1 og Ferrari LaFerrari en það eru, líkt og Porsche bíllinn, mjög dýrir bílar.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent