Aníta og Elínborg meðal „bestu flugfreyja heims“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2017 10:31 Vél WOW air. vísir/vilhelm Flugfreyjur WOW air, þær Aníta Brá Ingvadóttir og Elínborg Jensdóttir, eru á lista breska blaðsins Independent yfir „bestu flugfreyjur heimsins“. Blaðið fékk fjölmörg flugfélög til þess að deila sögum af afbragðsþjónustu af hálfu flugliða í háloftunum. Undir yfirskriftinni „Hittið níu af bestu flugfreyjum heimsins,“ fjallar blaðið um þessar sögur en í umfjöllun blaðsins segir að þar sem yfirleitt séu sagðar fréttir af því sem fer úrskeiðis í háloftunum sé kominn tími til þess að draga fram það sem vel er gert. Sagan sem WOW Air deildi með blaðinu segir frá flugfreyjunum Anítu Brá og Elínborgu sem gerðu sitt til þess að tryggja það að eldri hjón frá Bandaríkjunum myndu ekki missa af skemmtisiglingu sem þau voru á leiðinni í. Flugu hjónin með WOW Air frá Keflavík til Amsterdam, þaðan sem skemmtisiglingin átti að hefjast. Hins vegar varð seinkun á fluginu og höfðu hjónin áhyggjur af því að þau myndi missa af skipinu. Elínborg og Aníta Brá dóu þó ekki ráðalausar, þær hringdu einfaldlega í skipstjóra skipsins úr flugvélinni og spurðu hvort að mögulegt væri að bíða eftir hjónunum. „Það þarf að hrósa þeim fyrir þjónustuna,“ skrifuðu hjónin síðar í bréfi til flugfélagsins. „Skipstjórinn beið eftir okkur og bílstjóri beið okkar fyrir utan flugstöðina.“ Komust hjónin því í tæka tíð um borð og tóku þau fram í bréfinu að skemmtisiglingin hefði verið yndisleg.Lesa má fleiri sögur úr háloftunum í frétt Independent hér. Fréttir af flugi Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Flugfreyjur WOW air, þær Aníta Brá Ingvadóttir og Elínborg Jensdóttir, eru á lista breska blaðsins Independent yfir „bestu flugfreyjur heimsins“. Blaðið fékk fjölmörg flugfélög til þess að deila sögum af afbragðsþjónustu af hálfu flugliða í háloftunum. Undir yfirskriftinni „Hittið níu af bestu flugfreyjum heimsins,“ fjallar blaðið um þessar sögur en í umfjöllun blaðsins segir að þar sem yfirleitt séu sagðar fréttir af því sem fer úrskeiðis í háloftunum sé kominn tími til þess að draga fram það sem vel er gert. Sagan sem WOW Air deildi með blaðinu segir frá flugfreyjunum Anítu Brá og Elínborgu sem gerðu sitt til þess að tryggja það að eldri hjón frá Bandaríkjunum myndu ekki missa af skemmtisiglingu sem þau voru á leiðinni í. Flugu hjónin með WOW Air frá Keflavík til Amsterdam, þaðan sem skemmtisiglingin átti að hefjast. Hins vegar varð seinkun á fluginu og höfðu hjónin áhyggjur af því að þau myndi missa af skipinu. Elínborg og Aníta Brá dóu þó ekki ráðalausar, þær hringdu einfaldlega í skipstjóra skipsins úr flugvélinni og spurðu hvort að mögulegt væri að bíða eftir hjónunum. „Það þarf að hrósa þeim fyrir þjónustuna,“ skrifuðu hjónin síðar í bréfi til flugfélagsins. „Skipstjórinn beið eftir okkur og bílstjóri beið okkar fyrir utan flugstöðina.“ Komust hjónin því í tæka tíð um borð og tóku þau fram í bréfinu að skemmtisiglingin hefði verið yndisleg.Lesa má fleiri sögur úr háloftunum í frétt Independent hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira