Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, er líklega á leið aftur í sænsku úrvalsdeildina en Svíþjóðarmeistarar Malmö eiga bara eftir að semja um kaupverð á honum við austurríska félagið Rapid Vín.
Þetta kemur fram í frétt í Expressen í dag en þar segir að Arnór Ingvi sé búinn að semja um kaup og kjör við sænska félagið. Hann er nú á láni hjá AEK í Aþenu en fær ekkert að spila.
Arnór Ingvi fékk lítið að spila með Rapid Vín á síðustu leiktíð og var því lánaður til AEK þar sem hlutirni fóru úr öskunni í eldinn. Hann er aðeins búinn að koma við sögu í þremur leikjum AEK af þrettán í deildinni og er oftast utan hóps.
Njarðvíkingurinn, sem gerði garðinn frægan með Keflavík í Pepsi-deildinni áður en hann fór út í atvinnumennsku, fór á kostum með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og varð meistari með liðinu fyrir tveimur árum.
Hann þarf að byrja að spila meira til að missa ekki af HM-lestinni en hver spiluð mínúta landsliðsmanna skiptir nú meira máli en nokkru sinni fyrr í aðdraganda heimsmeistaramótsins.
Sjálfur vill Arnór Ingvi ekkert segja við Expressen og bendir á umboðsmann sinn en fátt virðist geta komið í veg fyrir endurkomu Arnórs í sænsku úrvalsdeildina.
Malmö á bara eftir að semja um kaupverð á Arnóri Ingva
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn