Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2017 19:32 Paulo Macchiarini. Vísir/afp Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00
Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30