Getur ekki horft í augun á ferðamönnum vegna Ingólfsbrunns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2017 16:00 Ingólfsbrunnur í Aðalstræti í Reykjavík hefur ekki mikið aðdráttarafl þessa dagana. Birgir Jónsson Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Birgir Jónsson, trommari í Dimmu og verslunarrekandi í Aðalstræti, segir vandræðalegt að horfa upp á hundruð erlendra ferðamanna á degi hverjum virða fyrir sér Ingólfsbrunn. Tæpt ár er síðan plexíglerið í brunninum brotnaði og ekkert hefur borið á viðgerð. „Maður er bara kominn í borgaralega óhlýðni,“ segir Birgir á léttum nótum en hann vakti máls á ástandi brunnsins á Facebook í morgun. „Þetta er búið að vera svona lungan af árinu, líklega tæpt ár.“Ekkert gerist Ingólfsbrunnur var eitt aðalvatnsból Reykjavíkur á árum áður og kenndur við Ingólf Arnarson sem talinn er hafa búið í bæ þar sem nú er Aðalstræti. Brunnurinn er einn af reglulegum stoppum sumra leiðsögumanna í miðbænum en þar hefur verið lítið að sjá undanfarið ár. Glerið hefur verið matt, lítið hægt að sjá í gegnum það og nú er það brotið. „Þetta er svo bjánalegt. Það er verið að reyna að selja Reykjavík sem fallega borg og hingað koma fleiri hundruð ferðamenn á hverjum degi. Maður getur ekki horft í augun á þessu fólki.“ Erlendir ferðamenn að virða brunninn fyrir sér í morgunsárið.Birgir Jónsson Hann segir eina rúðuna í brunninum brotna en hinar svo skítugar að þær teljist væntanlega ónýtar, enda sjáist ekkert í gegnum þær. Endurtekið hafi verið haft samband við Reykjavíkurborg þar sem vel er tekið í erindið, en ekkert gerist. „Ég efast samt ekkert um að verkefnalistinn sé langur,“ segir Birgir sem rekur verslunina Madison Ilmhús við hlið brunnsins.Fýkur um allt Birgir telur glerið hafa brotnað af ókunnum ástæðum snemma á árinu. Við því hafi verið brugðist með því að loka fyrir brotna glerið með timbri og setja upp keilur í kring. „Svo fýkur þetta og maður er að elta þetta út um allt,“ segir Birgir langþreyttur á ástandinu. Í þræði Birgis á Facebook segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson, oft kenndur við Buttercup, að hann fari reglulega þarna framhjá með ferðamenn. Hann sé hins vegar hættur að benda þeim á brunninn Fréttastofa hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn vegna málsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira