Disney tekur stuttmynd um Ólaf snjókarl úr umferð Birgir Olgeirsson skrifar 4. desember 2017 16:01 Snjókarlinn Ólafur hefur ekki notið vinsælda í kvikmyndahúsum í ár, en hann sást fyrst í hinni feykivinsælu Frozen árið 2013. IMDB Disney hefur fyrirskipað kvikmyndahúsum vestanhafs að hætta sýningum á Frozen-stuttmyndinni um ævintýri snjókarlsins Ólafs. Stuttmyndin var sýnd á undan Pixar-teiknimyndinni Coco en Mashable segir þessa fyrirskipun Disney taka gildi 8. desember næstkomandi.Disney beindi því til kvikmyndahúsa að nýta tímann sem losnar þegar sýningum á stuttmyndinni verður hætt til að bæta við sýningum á Coco. Disney á Pixar sem framleiðir Coco og stuttmyndina um Ólaf snjókarl en stuttmyndin hefur fengið afleitar viðtökur, að því er fram kemur á vef Mashable. Þar segir að myndin þyki of löng, eða 22 mínútur talsins. Á undan stuttmyndinni eru sýndar stiklur úr væntanlegum myndum sem verður þess valdandi að sýningar á Coco hafa ekki hafist fyrr en fjörutíu mínútur eru liðnar frá auglýstum sýningartíma, sem gerir ungum áhorfendum erfitt fyrir. Hefð er fyrir því að sýna stuttmyndir á undan Pixar-myndum í kvikmyndahúsum, en þær hafa jafnan verið um tíu mínútur að lengd. Þær stuttmyndir hafa verið á vegum Pixar, en stuttmyndin um Ólaf snjókarl á vegum Disney. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Disney hefur fyrirskipað kvikmyndahúsum vestanhafs að hætta sýningum á Frozen-stuttmyndinni um ævintýri snjókarlsins Ólafs. Stuttmyndin var sýnd á undan Pixar-teiknimyndinni Coco en Mashable segir þessa fyrirskipun Disney taka gildi 8. desember næstkomandi.Disney beindi því til kvikmyndahúsa að nýta tímann sem losnar þegar sýningum á stuttmyndinni verður hætt til að bæta við sýningum á Coco. Disney á Pixar sem framleiðir Coco og stuttmyndina um Ólaf snjókarl en stuttmyndin hefur fengið afleitar viðtökur, að því er fram kemur á vef Mashable. Þar segir að myndin þyki of löng, eða 22 mínútur talsins. Á undan stuttmyndinni eru sýndar stiklur úr væntanlegum myndum sem verður þess valdandi að sýningar á Coco hafa ekki hafist fyrr en fjörutíu mínútur eru liðnar frá auglýstum sýningartíma, sem gerir ungum áhorfendum erfitt fyrir. Hefð er fyrir því að sýna stuttmyndir á undan Pixar-myndum í kvikmyndahúsum, en þær hafa jafnan verið um tíu mínútur að lengd. Þær stuttmyndir hafa verið á vegum Pixar, en stuttmyndin um Ólaf snjókarl á vegum Disney.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira