Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2017 19:39 Átökin eru sögð hafa átt sér stað fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli um fimm leytið í morgun. Vísir/GVA Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir, sem báðir eru frá Albaníu, voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Anton BrinkÍ samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, að líðan mannsins sé óbreytt. „Hann er áfram þungt haldinn og í lífshættu,“ segir Grímur. Hinn maðurinn, sem slasaðist minna, var með áverka meðal annars á fótum, baki og kvið. Ekki var farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum en tólf daga, að sögn Gríms. Þá náðist einnig að yfirheyra hinn grunaða í dag en áður kom fram að erfiðlega hafi gengið að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.„Núna höldum við bara áfram að yfirheyra vitni og safna gögnum,“ segir Grímur enn fremur um næstu skref rannsóknarinnar.Stuðst við myndbandsupptökur af Austurvelli við rannsókninaVitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hins grunaða í Garðabæ nokkru eftir árásina á Austurvelli. Hann var vistaður í fangageymslu. Grímur staðfesti einnig við fréttamann Stöðvar 2 í dag að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun við rannsókn málsins en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.Frétt Stöðvar 2 um árásina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. Brotaþolarnir, sem báðir eru frá Albaníu, voru báðir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans, en annar þeirra er mjög alvarlega slasaður.Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Anton BrinkÍ samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, að líðan mannsins sé óbreytt. „Hann er áfram þungt haldinn og í lífshættu,“ segir Grímur. Hinn maðurinn, sem slasaðist minna, var með áverka meðal annars á fótum, baki og kvið. Ekki var farið fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum en tólf daga, að sögn Gríms. Þá náðist einnig að yfirheyra hinn grunaða í dag en áður kom fram að erfiðlega hafi gengið að ná af manninum skýrslu vegna vímuástands.„Núna höldum við bara áfram að yfirheyra vitni og safna gögnum,“ segir Grímur enn fremur um næstu skref rannsóknarinnar.Stuðst við myndbandsupptökur af Austurvelli við rannsókninaVitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hins grunaða í Garðabæ nokkru eftir árásina á Austurvelli. Hann var vistaður í fangageymslu. Grímur staðfesti einnig við fréttamann Stöðvar 2 í dag að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun við rannsókn málsins en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.Frétt Stöðvar 2 um árásina má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41
Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Tvísýnt með albanskan karlmann sem særðist í hnífstunguárás í morgun 3. desember 2017 19:30