Lögreglan styðst við myndbandsupptökur af Austurvelli í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. desember 2017 19:30 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang í morgun Vísir/anton brink Albanskur karlmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans og annar er særður eftir hnífaárás í miðborg Reykjavíkur snemma í morgun. Íslendingur hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ráðist á mennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um átök milli þriggja manna um klukkan fimm í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram að maður hefði veist að tveimur öðrum með hnífi. Árásin átti sér stað á Austurvelli og særðust tveir menn, frá Albaníu, annar þeirra lífshættulega. Hann var með áverka meðal annars fótum, baki og kvið. Heimildir fréttastofu segja að báðir mennirnir hafi hlotið nokkrar hnífstungur og segir Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar að ástand annars mannsins tvísýnt. Mennirnir þrír eru allir á þrítugsaldri en árásarmaðurinn sem sagður er íslenskur flúði af vettvangi. Vitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hans nokkru síðar í Garðabæ. Hann var vistaður í fangageymslu en ekki hefur reynst unnt að taka af honum skýrslu í dag vegna vímuástands. Grímur staðfesti að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en ákveðið verður eftir yfirheyrslur hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim grunaða. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Albanskur karlmaður liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans og annar er særður eftir hnífaárás í miðborg Reykjavíkur snemma í morgun. Íslendingur hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ráðist á mennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um átök milli þriggja manna um klukkan fimm í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram að maður hefði veist að tveimur öðrum með hnífi. Árásin átti sér stað á Austurvelli og særðust tveir menn, frá Albaníu, annar þeirra lífshættulega. Hann var með áverka meðal annars fótum, baki og kvið. Heimildir fréttastofu segja að báðir mennirnir hafi hlotið nokkrar hnífstungur og segir Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar að ástand annars mannsins tvísýnt. Mennirnir þrír eru allir á þrítugsaldri en árásarmaðurinn sem sagður er íslenskur flúði af vettvangi. Vitni gátu gefið greinargóðar lýsingar sem leiddu til handtöku hans nokkru síðar í Garðabæ. Hann var vistaður í fangageymslu en ekki hefur reynst unnt að taka af honum skýrslu í dag vegna vímuástands. Grímur staðfesti að stuðst sé við myndbandsupptökur af Austurvelli frá því í morgun en lögreglan hefur beinan aðgang að myndavélum þar. Hann sagði að einnig væri unnið að því að fá myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum veitingastaða í nágrenninu. Þá sagði Grímur að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi rannsakað vettvang í morgun. Tildrög eða ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en ákveðið verður eftir yfirheyrslur hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim grunaða.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41 Í lífshættu eftir hnífsstungu á Austurvelli Hinir særðu eru frá Albaníu. 3. desember 2017 15:18 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Einn alvarlega særður eftir stunguárás á Austurvelli Maður hefur verið handtekinn fyrir að stinga tvo menn á Austurvelli snemma í morgun. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. 3. desember 2017 11:41