Þórhildur Sunna: „Það er nú einfaldlega þannig að vímuefnaneysla „per se“ er ekki refsiverð á Íslandi“ Þórdís Valsdóttir skrifar 2. desember 2017 15:07 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. Vísir/Anton Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gagnrýnir þekkingarleysi nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi. Þórhildur Sunna var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Ég hef talsverðar áhyggjur af því hvernig þetta er sett upp í þessum stjórnarsáttmála. Bæði það að þetta heyri undir dómsmálin en ekki bara það heldur líka þekkingarleysið sem þessi texti lýsir gagnvart vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi,“ segir Þórhildur Sunna í umræðum um stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í tengslum við vímuefni og dómskerfið. Þórhildur segir að það sé grundvallarmunur á þeirri vímuefnastefnu sem gildi á Íslandi og þeim áætlunum sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Í sáttmálanum segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir egn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. „Það er nú einfaldlega þannig að vímuefnaneysla per se er ekki refsiverð á Íslandi. Varsla vímuefna er það hins vegar. Það veldur mér svolitlum áhyggjum þessi grundvallarmunur, þú getur ekki afnumið það sem er ekki til staðar.“ Þórhildur segir að glæpir eru oft framdir af þeim sem eru í talsvert mikilli neyslu og að glæpir séu oft framdir til að fjármagna hana. Þá hefur hún áhyggjur af því að boðaðar séu harðari refsingar við slíkum glæpum. „Mér finnst þetta vera að snúa af braut betrunarstefnu í átt að harðari refsistefnu sem er alls ekki trendið á alþjóðavísu og ég hef talsverðar áhyggjur af því. Það liggja líka fyrir tillögur frá þverfaglegum hópi sem vann sínar tillögur um tegund afglæpavæðingu hérna á íslandi fyrir 2-3 árum síðan og ekkert hefur verið gert með. Sú stefna sem var unnin undir heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór, hún stefnir í átt að afglæpavæðingu og meiri mannúð og meiri betrun. Þetta finnst mér vera algjör u-beygja.“Er Portúgalska leiðin rétta leiðin? Yfirvöld í Portúgal brugðu á það ráð að afglæpavæða alla fíkniefnaneyslu árið 2001 og varði miklum fjármunum í forvarnir til þess að berjast gegn aukinni fíkniefnaneyslu í landinu. Hin svokallaða Portúgalska-leið hefur virkað með ágætum í landinu og hefur neytendum harðra fíkniefna fækkað töluvert frá því árið 2001. Það er mat Þórhildar Sunnu að ekki eigi að fara þessa leið á Íslandi, enda eru vandamálin hér á landi ekki þau sömu. „Portúgalska leiðin er sérstök, þau áttu við alveg sérstakt vandamál að stríða vegna heróínneyslu. Við búum ekki alveg við sama veruleika hér þannig að ég myndi frekar leggja til að við færum einhverskonar íslenska leið sem tæki mið af okkar veruleika.“ Hún vísar einnig til þless að afglæpavæðing í tengslum við fíkniefni hafi átt sér stað víðsvegar í heiminum og að meðal annars hafi Sameinuðu Þjóðirnar beitt sér gegn refsistefnunni. „Við höfum séð að Sameinuðu Þjóðirnar eru farin að beita sér gegn refsistefnunni og að fyrrverandi forsetar stærstu ríkjanna í mið- og suður ameríku eru að hvetja allan heiminn til að snúa af braut þessarar refsistefnu því hún eykur ofbeldi og sendir peninga inn í undirheima og glæpasamtök. Hún skerðir mannréttindi og veldur mannréttindabrotum margendurtekið,“ segir Þórhildur Sunna. „Hér er þetta þannig að fólk kemst á sakaskrá fyrir að nota einhver önnur vímuefni en áfengi og verður þá fyrir skerðingu gagnvart sínum lífsmöguleikum. „Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir unga fólkið, að þó þau séu að fikta við einhver vímuefni valdi því að þau eigi erfitt með aða fá vinnu eða eiga erfitt með að fóta sig í lífinu? Þau leiðast jafnvel út í skuldir og neyðast til að flytja efni á milli landa og geta þá lent í margfalt lengra fangelsi en við verstu ofbeldisglæpunum,“ segir Þórhildur Sunna.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Víglínan Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gagnrýnir þekkingarleysi nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi. Þórhildur Sunna var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Ég hef talsverðar áhyggjur af því hvernig þetta er sett upp í þessum stjórnarsáttmála. Bæði það að þetta heyri undir dómsmálin en ekki bara það heldur líka þekkingarleysið sem þessi texti lýsir gagnvart vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi,“ segir Þórhildur Sunna í umræðum um stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í tengslum við vímuefni og dómskerfið. Þórhildur segir að það sé grundvallarmunur á þeirri vímuefnastefnu sem gildi á Íslandi og þeim áætlunum sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Í sáttmálanum segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir egn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. „Það er nú einfaldlega þannig að vímuefnaneysla per se er ekki refsiverð á Íslandi. Varsla vímuefna er það hins vegar. Það veldur mér svolitlum áhyggjum þessi grundvallarmunur, þú getur ekki afnumið það sem er ekki til staðar.“ Þórhildur segir að glæpir eru oft framdir af þeim sem eru í talsvert mikilli neyslu og að glæpir séu oft framdir til að fjármagna hana. Þá hefur hún áhyggjur af því að boðaðar séu harðari refsingar við slíkum glæpum. „Mér finnst þetta vera að snúa af braut betrunarstefnu í átt að harðari refsistefnu sem er alls ekki trendið á alþjóðavísu og ég hef talsverðar áhyggjur af því. Það liggja líka fyrir tillögur frá þverfaglegum hópi sem vann sínar tillögur um tegund afglæpavæðingu hérna á íslandi fyrir 2-3 árum síðan og ekkert hefur verið gert með. Sú stefna sem var unnin undir heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór, hún stefnir í átt að afglæpavæðingu og meiri mannúð og meiri betrun. Þetta finnst mér vera algjör u-beygja.“Er Portúgalska leiðin rétta leiðin? Yfirvöld í Portúgal brugðu á það ráð að afglæpavæða alla fíkniefnaneyslu árið 2001 og varði miklum fjármunum í forvarnir til þess að berjast gegn aukinni fíkniefnaneyslu í landinu. Hin svokallaða Portúgalska-leið hefur virkað með ágætum í landinu og hefur neytendum harðra fíkniefna fækkað töluvert frá því árið 2001. Það er mat Þórhildar Sunnu að ekki eigi að fara þessa leið á Íslandi, enda eru vandamálin hér á landi ekki þau sömu. „Portúgalska leiðin er sérstök, þau áttu við alveg sérstakt vandamál að stríða vegna heróínneyslu. Við búum ekki alveg við sama veruleika hér þannig að ég myndi frekar leggja til að við færum einhverskonar íslenska leið sem tæki mið af okkar veruleika.“ Hún vísar einnig til þless að afglæpavæðing í tengslum við fíkniefni hafi átt sér stað víðsvegar í heiminum og að meðal annars hafi Sameinuðu Þjóðirnar beitt sér gegn refsistefnunni. „Við höfum séð að Sameinuðu Þjóðirnar eru farin að beita sér gegn refsistefnunni og að fyrrverandi forsetar stærstu ríkjanna í mið- og suður ameríku eru að hvetja allan heiminn til að snúa af braut þessarar refsistefnu því hún eykur ofbeldi og sendir peninga inn í undirheima og glæpasamtök. Hún skerðir mannréttindi og veldur mannréttindabrotum margendurtekið,“ segir Þórhildur Sunna. „Hér er þetta þannig að fólk kemst á sakaskrá fyrir að nota einhver önnur vímuefni en áfengi og verður þá fyrir skerðingu gagnvart sínum lífsmöguleikum. „Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir unga fólkið, að þó þau séu að fikta við einhver vímuefni valdi því að þau eigi erfitt með aða fá vinnu eða eiga erfitt með að fóta sig í lífinu? Þau leiðast jafnvel út í skuldir og neyðast til að flytja efni á milli landa og geta þá lent í margfalt lengra fangelsi en við verstu ofbeldisglæpunum,“ segir Þórhildur Sunna.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Víglínan Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira