Heimir við erlenda fjölmiðla: „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2017 20:30 Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/EPA „Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við erlenda fjölmiðla eftir að í ljós kom að enn og aftur hafi Ísland dregist gegn Króatíu. Dregið var í riðla fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Ísland hefur á undanförnum árum ítrekað att kappi við landslið Króatíu, fyrst í umspilsleikjum um að komast á HM sem haldið var í Brasílíu árið 2014 og nú síðast í undankeppninni fyrir það mót sem haldið verður á næsta ári í Rússlandi. Heimir sló á létta strengi við erlenda fjölmiðla og líkti sem fyrr segir sambandi Íslands og Króatíu við hjónaband. Heimir virðist þó eitthvað vera orðinn þreyttur á ráðahaginum. „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu,“ sagði Heimir við erlenda fjölmiðla sem ræddu við hann eftir dráttinn. Heimir virðist hafa verið ánægður með þessa líkingu og notaði hana víðar, meðal annars í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann þar í léttum dúr en viðtal Hjartar við Heimi má heyra hér fyrir neðan. Heimir virðist þó vera nokkuð sáttur við dráttinn og segir mikla rómantík fólgna í því að eiga opnunarleik gegn Argentínu. „Maður fær ekki betri móttökur,“ sagði Heimir. „Það er margar rómantískar hugsanir í höfðum okkar núna eftir að í ljós kom að Argentína er fyrsti mótherjinn.“ Í umfjöllun Washington Post um íslenska landsliðið er fjallað um árangur liðsins á EM í fótbolta, síðasta sumar. Er minnst á að víkingaklappið hafi sigrað hug og hjörtu knattspyrnuaðdáenda víða um heim og Heimir er viss um að íslenskir stuðningsmenn muni setja sinn svip á Rússland næsta sumar. „Okkar stuðningsmenn verða stjörnurnar á þessu móti,“ sagði Heimir en umfjöllun Washington Post má lesa hér. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Um 1.400 kílómetra ferðalag á milli leikstaða Íslands á HM Drjúgur spölur. 1. desember 2017 16:24 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
„Við erum nánast eins og hjón,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við erlenda fjölmiðla eftir að í ljós kom að enn og aftur hafi Ísland dregist gegn Króatíu. Dregið var í riðla fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi í dag. Ísland hefur á undanförnum árum ítrekað att kappi við landslið Króatíu, fyrst í umspilsleikjum um að komast á HM sem haldið var í Brasílíu árið 2014 og nú síðast í undankeppninni fyrir það mót sem haldið verður á næsta ári í Rússlandi. Heimir sló á létta strengi við erlenda fjölmiðla og líkti sem fyrr segir sambandi Íslands og Króatíu við hjónaband. Heimir virðist þó eitthvað vera orðinn þreyttur á ráðahaginum. „Eftir HM sækjum við um skilnað frá Króatíu,“ sagði Heimir við erlenda fjölmiðla sem ræddu við hann eftir dráttinn. Heimir virðist hafa verið ánægður með þessa líkingu og notaði hana víðar, meðal annars í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann þar í léttum dúr en viðtal Hjartar við Heimi má heyra hér fyrir neðan. Heimir virðist þó vera nokkuð sáttur við dráttinn og segir mikla rómantík fólgna í því að eiga opnunarleik gegn Argentínu. „Maður fær ekki betri móttökur,“ sagði Heimir. „Það er margar rómantískar hugsanir í höfðum okkar núna eftir að í ljós kom að Argentína er fyrsti mótherjinn.“ Í umfjöllun Washington Post um íslenska landsliðið er fjallað um árangur liðsins á EM í fótbolta, síðasta sumar. Er minnst á að víkingaklappið hafi sigrað hug og hjörtu knattspyrnuaðdáenda víða um heim og Heimir er viss um að íslenskir stuðningsmenn muni setja sinn svip á Rússland næsta sumar. „Okkar stuðningsmenn verða stjörnurnar á þessu móti,“ sagði Heimir en umfjöllun Washington Post má lesa hér.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Um 1.400 kílómetra ferðalag á milli leikstaða Íslands á HM Drjúgur spölur. 1. desember 2017 16:24 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47