Heimir: Fékk leikgreiningu Freys þremur mínútum eftir dráttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2017 17:28 Heimir Hallgrímsson í salnum í Moskvu í dag, ásamt Guðna Bergssyni og Klöru Bjartmarz. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni á X-inu síðdegis en þá var nýbúið að draga í riðla fyrir HM í Rússlandi. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og var Heimir ánægður með niðurstöðuna. Ekki síst með að fá að mæta Argentínu í fyrsta leiknum í Moskvu. „Það er ákveðin rómantík fólgin í því að fá Argentínu í fyrsta leik. Það er leikur sem býður mann velkominn á HM,“ sagði Heimir í viðtali við Hjört Hjartarson. Ísland var nokkuð heppið með leikstaði. Moskva er nokkuð langt í burtu frá bækistöðvum Íslands við Svartahafið en hinir tveir leikstaðrinir - Volgograd og Rostov-on-Don eru nálægt. „Það er líka gaman að vera á þessum leikvöllum. Þetta eru allt saman stórir vellir og allir í sama tímabelti. Ég held að Íslendingar geti vel farið að flykkjast til Rússlands og verið svolítið lengi í Rússlandi.“ Hann segir að hann hafi fyrirfram helst viljað fá annað hvort Argentínu eða Brasilíu en helst viljað sleppa við Króatíu - sem Ísland hefur mætt í undankeppnum síðustu tveggja stórmóta. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann í léttum dúr. „En þú velur þér ekki riðil og þetta er það sem við fengum. Við sönnuðum fyrir okkur síðasta sumar að við getum unnið Króatíu og það er jákvætt.“ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er einn af leikgreinendum íslenska karlaliðsins. Fyrirfram var ákveðið að Freyr myndi fá fyrsta andstæðing Íslands á HM. Það reyndist vera Argentína. „Þremur mínútum eftir dráttinn var ég búinn að fá skýrsluna - að dekka leikmann númer tíu. Þar með var starfi hans lokið og þarf hann ekki að koma til Rússlands,“ sagði Heimir og hló. Landsliðsþjálfarinn sagði einnig að næstu klukkutímar myndu skipta sköpum því þá yrði reynt að semja um vináttuleiki í aðdraganda lokakeppninnar í Rússlandi. „Samningaviðræður fara fram uppi á hóteli þegar við komum þangað. Við ætlum að skoða hvað er í boði en vonandi fáum við góða leiki við lið sem henta undirbúningi okkar fyrir andstæðingi okkar á HM.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Heimir Hallgrímsson var gestur í Akraborginni á X-inu síðdegis en þá var nýbúið að draga í riðla fyrir HM í Rússlandi. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og var Heimir ánægður með niðurstöðuna. Ekki síst með að fá að mæta Argentínu í fyrsta leiknum í Moskvu. „Það er ákveðin rómantík fólgin í því að fá Argentínu í fyrsta leik. Það er leikur sem býður mann velkominn á HM,“ sagði Heimir í viðtali við Hjört Hjartarson. Ísland var nokkuð heppið með leikstaði. Moskva er nokkuð langt í burtu frá bækistöðvum Íslands við Svartahafið en hinir tveir leikstaðrinir - Volgograd og Rostov-on-Don eru nálægt. „Það er líka gaman að vera á þessum leikvöllum. Þetta eru allt saman stórir vellir og allir í sama tímabelti. Ég held að Íslendingar geti vel farið að flykkjast til Rússlands og verið svolítið lengi í Rússlandi.“ Hann segir að hann hafi fyrirfram helst viljað fá annað hvort Argentínu eða Brasilíu en helst viljað sleppa við Króatíu - sem Ísland hefur mætt í undankeppnum síðustu tveggja stórmóta. „Ísland og Króatía eru eins og hjón sem eru alltaf að skilja en enda svo alltaf saman aftur,“ sagði hann í léttum dúr. „En þú velur þér ekki riðil og þetta er það sem við fengum. Við sönnuðum fyrir okkur síðasta sumar að við getum unnið Króatíu og það er jákvætt.“ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er einn af leikgreinendum íslenska karlaliðsins. Fyrirfram var ákveðið að Freyr myndi fá fyrsta andstæðing Íslands á HM. Það reyndist vera Argentína. „Þremur mínútum eftir dráttinn var ég búinn að fá skýrsluna - að dekka leikmann númer tíu. Þar með var starfi hans lokið og þarf hann ekki að koma til Rússlands,“ sagði Heimir og hló. Landsliðsþjálfarinn sagði einnig að næstu klukkutímar myndu skipta sköpum því þá yrði reynt að semja um vináttuleiki í aðdraganda lokakeppninnar í Rússlandi. „Samningaviðræður fara fram uppi á hóteli þegar við komum þangað. Við ætlum að skoða hvað er í boði en vonandi fáum við góða leiki við lið sem henta undirbúningi okkar fyrir andstæðingi okkar á HM.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018. 1. desember 2017 16:36
Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22
Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Ísland verður í D-riðli með Argentínu og Króatíu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. 1. desember 2017 15:47
Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05