Fyrrverandi aðstoðarkona Weinstein vill breytingu á lögum um þagmælsku Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2017 22:13 Fjöldi ásakana um kynferðisofbeldi og áreitni hafa komið fram í garð Harvey Weinstein undanfarna mánuði. Vísir/AFP Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Zelda Perkins, fyrrverandi aðstoðarkona bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, vill að breskum lögum verði breytt eftir að þau komu í veg fyrir að hún greindi frá því að hann hefði reynt að nauðga samstarfskonu hennar fyrir tæpum tuttugu árum. Weinstein hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi og áreitni í garð fjölda kvenna síðustu misseri, þar á meðal þekktra leikkvenna. Eins hefur verið greint frá því hvernig hann reyndi að koma í veg fyrir að ásakanirnar yrðu gerðar opinberar í gegnum tíðina. Perkins hætti hjá Miramax-kvikmyndaveri Weinstein í Bretlandi á 10. áratugnum í kjölfar þess að samstarfskona sakaði hann um nauðgun. Weinstein neitaði því. Perkins segir breska ríkisútvarpinu BBC að hún hafi viljað segja frá framferði Weinstein en lögfræðingar hafi sagt að hún hefði enga möguleika á því. Reyndi að nauðga yngri samstarfskonu í vinnuferð erlendisÍ kjölfarið skrifaði hún undir samkomulag um þagmælsku. Perkins segir nú að það hafi verið löglegt en siðlaust. Hún vill að breskum lögum um slík samkomulag verði breytt. Lögin geri nú valdamiklu fólki kleift að fela kynferðisárásir og áreitni. Sjálf segir hún að Weinstein hafi ógnað henni „tilfinningalega og sálfræðilega“ í þau þrjú ár sem hún vann fyrir hann. Hann hafi þó aldrei hótað henni líkamlega. Það hafi verið í ferð erlendis sem yngri samstarfskona hafi leitað til hennar í uppnámi og sagt að Weinstein hefði reynt að nauðga sér. Perkins segir að hún hafi talið sér skylt að bregðast við. Samstarfskonan hafi verið í áfalli og óttast afleiðingarnar fyrir sig. Lögfræðingar sem þær höfðu samband við hafi eindregið ráðlagt þeim að fara ekki lengra með málið enda hefðu þær úr litlu að moða þar sem þær hefðu ekki leitað til lögreglunnar í landinu þar sem árásin átti sér stað. Skjalið „rjúkandi byssa“Í staðinn var þeim ráðlagt að stefna Weinstein sjálfar. Þær umleitanir enduðu með því að Perkins skrifaði undir leynilegt samkomulag um þagmælsku. Svo leynilegt var það að Perkins mátti ekki eiga skriflegt afrit af því heldur aðeins skoða það undir eftirliti. Henni voru greiddir 125.000 dollarar sem hún telur hafa verið fyrir þögn sína. Hún hefur þagað í nítján ár um málið. Perkins telur að samkomulagið hafi verið svo leynilegt vegna þess að í því er að finna ákvæði um að Weinstein leiti sér hjálpar. Skjalið sé í reynd „rjúkandi byssa“. „Ef þú ert með samkomulag sem einhver hefur skrifað undir sem segir að hann fari í meðferð, að hann verði rekinn frá eigin fyrirtæki ef einhver annar setur fram ásökun í kjölfarið, að það verði að setja mannauðsstefnu um kynferðisáreitni hjá fyrirtækinu, þá er nokkuð ljóst að eitthvað er að,“ segir Perkins við BBC.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira