Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 19:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Eyþór Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur rétt að Alþingi kalli eftir rannsókn á síðustu kosningum og að Ríkisendurskoðun verði fengin í það verkefni. Vísaði hún þar sérstaklega til nafnlausra auglýsinga þar sem birtur var áberandi áróður gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum á flestum samfélagsmiðlum. Þorgerður beindi spurningum um málið til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Þorgerður sagði þetta mál mun stærra en hagsmunamál hvers stjórnmálaflokks, heldur varði það framtíð Íslands, lýðræði og þjóðaröryggi.Leyndarhyggja um fjármögnun áróðurs Formaður Viðreisnar sagði að nafnlaus áróður þekktist víða í Evrópu, einnig vestanhafs, og allt sé þetta gert til að hafa áhrif á kjósendur. „Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs. Við þekkjum þetta, skatta-Kötu, myndbandið sem var beinlínis sett inn í kosningabaráttuna til þess að hafa ákveðin áhrif. Og það eru ýmis fleiri dæmi hér heima um kosningaáróður sem er fjármagnaður. Hann kostar mikla fjármuni og hefur áhrif á kosningarnar, styður frekar við suma flokka en aðra eins og gengur. Við sjáum þá umræðu, hún er líka tekin vestanhafs. Hvert er Facebook að fara með miðlun upplýsinga, söfnun upplýsinga, Google, o.s.frv.?,“ spurði Þorgerður. Þorgerður spurði Katrínu Jakobsdóttur hvort hún taki ekki undir með henni í þá veru að fara þurfi vandlega yfir þessa þætti og biðja hugsanlega Ríkisendurskoðun um að rannsaka síðustu kosningar til að velta við öllum steinum og hafa gagnsæi, ekki síst hvað varðar fjármögnum á þessum áróðri.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/ErnirNefnd fari yfir málin Katrín sagði þetta vera góða og mikilvæga umræðu sem mikilvægt væri að taka á Alþingi. Hún sagði ýmsa aðila út í heimi hafa rannsakað áhrif samskiptamiðla beinlínis á niðurstöðu kosninga, áhrif algóritma á leitarvélum á niðurstöður kosninga þar sem verið væri að kortleggja hegðun einstaklinga langt umfram það sem flestir gera sér grein fyrir í sínu daglega lífi. Hvað varðar framkvæmd síðustu kosninga og þann nafnlausa áróður sem Þorgerður vísaði til hefur Katrín í hyggju að óska eftir því við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir setjist sjálfir, eð tilnefni aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. „Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín. Hún sagðist opin fyrir því að eiga samtöl við formenn flokkanna, ef það er eitthvað frekar sem Alþingismenn sjá fyrir sér að sé rétt að gera í þessu, til að mynda að óska eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar á málinu. „Ég veit að framkvæmdastjórar flokkanna hafa verið í samskiptum við Ríkisendurskoðun um nákvæmlega þessi mál og hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að endurskoða í lögum til þess að við náum að skapa lagaramma utan um þetta. Mín fyrirætlan var að óska eftir því við flokkana að þeir settu saman nefnd til að fara yfir lögin um fjármál stjórnmálaflokka þar sem m.a. yrði tekið á því,“ sagði Katrín.Miklir hagsmunir vegna siglingaleiða og olíuleitar Þorgerður benti á að ekki megi bara líta á þessa fjármögnun innan lands. Vill hún meina að miklu stórfelldari hætta eða ógn steðji almennt að lýðræðinu. Íslendingar standi frammi fyrir því að opnaðar verði siglingaleiðir í gegnum norðurslóðirnar. „Það eru miklir hagsmunir sem því tengjast. Geta ákveðin öfl sem vilja nýta sér það farið í að fjármagna tiltekna hópa, tiltekna stjórnmálaflokka? Eða þau fyrirtæki sem vilja efna til stórtækari olíuleitar en nú er, munu þau fara í að fjármagna með einhverjum hætti, beinum eða óbeinum, stjórnmálaflokka? Þetta er það sem við verðum að upplýsa almenning um. Þess vegna fagna ég jákvæðum hug forsætisráðherra um leið og ég vil geta þess að ég mun undirstrika það að Ríkisendurskoðun fari í þessar síðustu kosningar, þær verði skoðaðar, að við reynum að læra af þeirri reynslu sem við öðluðumst þar, en líka hugsanlega í kjölfarið fylgja því eftir með skýrslubeiðni hér á Alþingi,“ sagði Þorgerður. Alþingi Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þurfa að gera grein fyrir styrktaraðilum sínum. Sömu reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta þó beitt sér í kosningabaráttu. 3. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur rétt að Alþingi kalli eftir rannsókn á síðustu kosningum og að Ríkisendurskoðun verði fengin í það verkefni. Vísaði hún þar sérstaklega til nafnlausra auglýsinga þar sem birtur var áberandi áróður gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum á flestum samfélagsmiðlum. Þorgerður beindi spurningum um málið til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Þorgerður sagði þetta mál mun stærra en hagsmunamál hvers stjórnmálaflokks, heldur varði það framtíð Íslands, lýðræði og þjóðaröryggi.Leyndarhyggja um fjármögnun áróðurs Formaður Viðreisnar sagði að nafnlaus áróður þekktist víða í Evrópu, einnig vestanhafs, og allt sé þetta gert til að hafa áhrif á kjósendur. „Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs. Við þekkjum þetta, skatta-Kötu, myndbandið sem var beinlínis sett inn í kosningabaráttuna til þess að hafa ákveðin áhrif. Og það eru ýmis fleiri dæmi hér heima um kosningaáróður sem er fjármagnaður. Hann kostar mikla fjármuni og hefur áhrif á kosningarnar, styður frekar við suma flokka en aðra eins og gengur. Við sjáum þá umræðu, hún er líka tekin vestanhafs. Hvert er Facebook að fara með miðlun upplýsinga, söfnun upplýsinga, Google, o.s.frv.?,“ spurði Þorgerður. Þorgerður spurði Katrínu Jakobsdóttur hvort hún taki ekki undir með henni í þá veru að fara þurfi vandlega yfir þessa þætti og biðja hugsanlega Ríkisendurskoðun um að rannsaka síðustu kosningar til að velta við öllum steinum og hafa gagnsæi, ekki síst hvað varðar fjármögnum á þessum áróðri.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/ErnirNefnd fari yfir málin Katrín sagði þetta vera góða og mikilvæga umræðu sem mikilvægt væri að taka á Alþingi. Hún sagði ýmsa aðila út í heimi hafa rannsakað áhrif samskiptamiðla beinlínis á niðurstöðu kosninga, áhrif algóritma á leitarvélum á niðurstöður kosninga þar sem verið væri að kortleggja hegðun einstaklinga langt umfram það sem flestir gera sér grein fyrir í sínu daglega lífi. Hvað varðar framkvæmd síðustu kosninga og þann nafnlausa áróður sem Þorgerður vísaði til hefur Katrín í hyggju að óska eftir því við framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna að þeir setjist sjálfir, eð tilnefni aðila til þess, saman í nefnd til að fara yfir lögin um fjárreiður stjórnmálaflokka. „Hluti af því sem þar þarf að vera undir er auðvitað hvernig eigi að fara með pólitískar auglýsingar eða pólitísk skilaboð sem eru nafnlaus og fjármögnun þeirra,“ sagði Katrín. Hún sagðist opin fyrir því að eiga samtöl við formenn flokkanna, ef það er eitthvað frekar sem Alþingismenn sjá fyrir sér að sé rétt að gera í þessu, til að mynda að óska eftir aðkomu Ríkisendurskoðunar á málinu. „Ég veit að framkvæmdastjórar flokkanna hafa verið í samskiptum við Ríkisendurskoðun um nákvæmlega þessi mál og hverju þurfi að breyta og hvað þurfi að endurskoða í lögum til þess að við náum að skapa lagaramma utan um þetta. Mín fyrirætlan var að óska eftir því við flokkana að þeir settu saman nefnd til að fara yfir lögin um fjármál stjórnmálaflokka þar sem m.a. yrði tekið á því,“ sagði Katrín.Miklir hagsmunir vegna siglingaleiða og olíuleitar Þorgerður benti á að ekki megi bara líta á þessa fjármögnun innan lands. Vill hún meina að miklu stórfelldari hætta eða ógn steðji almennt að lýðræðinu. Íslendingar standi frammi fyrir því að opnaðar verði siglingaleiðir í gegnum norðurslóðirnar. „Það eru miklir hagsmunir sem því tengjast. Geta ákveðin öfl sem vilja nýta sér það farið í að fjármagna tiltekna hópa, tiltekna stjórnmálaflokka? Eða þau fyrirtæki sem vilja efna til stórtækari olíuleitar en nú er, munu þau fara í að fjármagna með einhverjum hætti, beinum eða óbeinum, stjórnmálaflokka? Þetta er það sem við verðum að upplýsa almenning um. Þess vegna fagna ég jákvæðum hug forsætisráðherra um leið og ég vil geta þess að ég mun undirstrika það að Ríkisendurskoðun fari í þessar síðustu kosningar, þær verði skoðaðar, að við reynum að læra af þeirri reynslu sem við öðluðumst þar, en líka hugsanlega í kjölfarið fylgja því eftir með skýrslubeiðni hér á Alþingi,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þurfa að gera grein fyrir styrktaraðilum sínum. Sömu reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta þó beitt sér í kosningabaráttu. 3. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Félagasamtök geta verið smuga fram hjá eftirliti með kosningabaráttu Stjórnmálaflokkar og frambjóðendur þurfa að gera grein fyrir styrktaraðilum sínum. Sömu reglur gilda ekki um félagasamtök sem geta þó beitt sér í kosningabaráttu. 3. nóvember 2017 14:45