Hlutabréfin flugu upp eftir úrlausn deilunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 19:45 Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“ Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group tóku kipp í morgun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugvirkja Icelandair. Verkfalli flugvirkja hefur verið frestað um fjórar vikur en það hafði staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa þegar nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Þegar samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands komust að samkomulagi hafði verkfallið staðið yfir í tæpa tvo sólarhringa. Þafði ekki aðeins áhrif á um 20 þúsund flugfarþega, heldur einnig á gengi hlutabréfa í Icelandair Group. Verkfallið hófst á sunnudag en skömmu eftir að Kauphöllin var opnuð í gær, lækkuðu bréf í fyrirtækinu um 3,26% Gengið tók svo strax kipp upp á við í morgun eftir að samningar voru í höfn en við lok dags í dag höfðu hlutabréf í félaginu hækkað um 6,94% og er það mesta hækkun hlutabréfa í Kauphöllinni í dag.Kosið um samninginn eftir áramót Alls var sextíu og fjórum flugferðum aflýst vegna verkfallsins, eða um helmingi allra ferða flugfélagsins á þeim tveimur sólarhringum sem verkfallið stóð yfir. Nýr kjarasamningur var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan fjögur í nótt en hann gildir til 28 mánaða eða út árið 2019. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum Flugvirkjafélags Íslands á morgun en atkvæðagreiðsla um samningin fer þó líklega ekki fram fyrr en eftir áramót að sögn Gunnar R. Jónsson, formanns samninganefndar flugvirkja. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fagnaðarefni að samningar hafi náðst, en meðan kjaradeilan stóð hvað hæst gagnrýndi hann flugvirkja fyrir óraunhæfar kröfur. „Ég held að það sé mjög mikilvægt í aðdraganda kjarasamninga, sem eru í eðli sínu samningar um bætt lífskjör fólks, að við verðum að geta talað um staðreyndir í aðraganda þessara kjarasamninga. Það er það sem að samtök atvinnulífsins gerðu og það er það sem Samtök atvinnulífsins munu halda áfram að gera í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Fari svo að flugvirkjar felli samninginn þarf að byrja aftur á byrjunarreit að sögn Halldórs. „Ég vænti þess að flugvirkjar kynni sér efni samningsins vel og taki síðan ábyrga afstöðu til hans í beinu framhaldi.“
Icelandair Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Sjá meira
Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03