Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 17:52 Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. Vísir/Ernir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina. Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina.
Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00