Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2017 12:42 Jóhannes Rúnar og Ástráður Haraldsson stefndu íslenska ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen. samsett/garðar kjartansson Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt. Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Dómsmálaráðherra segir dóminn leggja ríkari skyldur á ráðherra að rannsaka málið með sjálfstæðum hætti. „Ég mun af þeim sökum bregðast við þessari niðurstöðu Hæstaréttar með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, eins og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.Fjórum skipt út Ástráður og Jóhannes voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á lista nefndarinnar og voru Ástráður og Jóhannes á meðal þeirra fjögurra sem skipt var út fyrir aðra. Þeir voru ekki á listanum þegar ráðherra gerði tillögu að nýjum dómurum á Alþingi, en tillaga ráðherrans var samþykkt. Höfðuðu Ástráður og Jóhannesi í framhaldi mál á hendur ríkinu og kröfðust ógildingar á ákvörðun ráðherra, viðurkenningu á skaðabótaskyldu og í þriðja lagi miskabóta. Lögmennirnir höfðu ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi og áfrýjuðu niðurstöðunni til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni og var því tekist á um viðurkenningu á bótaskyldu ríkisins og rétt þeirra til miskabóta. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að það væri óskráð meginregla að stjórnvaldi sem skipar í opinbert starf eða embætti beri hverju sinni að velja hæfasta umsækjandann. Áður hefði sú skylda hvílt á ráðherra dómsmála að sjá til þess að þau atriði sem máli skiptu við það mat væru nægjanlega upplýst. Við gildistöku reglna um dómnefndir til að meta hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefði þeirri rannsóknarskyldu hins vegar að verulegu leyti verið létt af ráðherra og þess í stað lögð á herðar sjálfstæðrar og óháðrar dómnefndar. Samkvæmt því hefði verið lagt til grundvallar í dómaframkvæmd að ef dómsmálaráðherra gerði tillögu til Alþingis um að vikið yrði frá áliti dómnefndar, væri óhjákvæmilegt að sú ákvörðun væri reist á frekari rannsókn ráðherrans. Vísar Hæstiréttur til 10. greinar stjórnsýslulaga. Að þessu gættu taldi Hæstiréttur ljóst að dómsmálaráðherra hefði að lágmarki borið að gera samanburð á hæfni annars vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem dómnefndin hafði metið meðal 15 hæfustu en ráðherra ekki gert tillögu um og hins vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem ráðherra gerði tillögu um í þeirra stað. Gögn málsins bæru á hinn bóginn ekki með sér að slík rannsókn hefði farið fram af hálfu ráðherra. Samkvæmt því hefði málsmeðferð hans verið andstæð 10. gr. stjórnsýslulaga og af því leiddi að það sama ætti við um meðferð Alþingis á tillögu ráðherra þar sem ekki hefði verið bætt úr þeim annmörkum sem málsmeðferð ráðherra var haldin. Árni og Jóhannes hefðu þó ekki lagt fram fullnægjandi sönnun á því að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Vegna þessa var viðurkenningarkröfu þeirra hafnað. Hins vegar taldi Hæstiréttur að skilyrðum væri fullnægt er vörðuðu skaðabótalög. Voru þeim því dæmdar 700 þúsund krónur á mann í miskabætur. Dómana má lesa á vef Hæstaréttar, hér og hér.Uppfært klukkan 13:23Dósmálaráðherra segist ætla að leggja til á Alþingi breytingar er varða skipun dómara. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðisns.„Niðurstaða Hæstaréttar kveður á um að lagðar eru ríkari skyldur á ráðherra að rannsaka málið með sjálfstæðum hætti. Ég mun af þeim sökum bregðast við þessari niðurstöðu Hæstaréttar með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, eins og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstiréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms að hluta í Landsréttarmáli Hæstiréttur Íslands sneri í dag við að hluta dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málum tveggja umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 31. júlí 2017 18:35 Langflestir dómarar í landinu skipaðir af Sjálfstæðismönnum Þrír af hverjum fjórum dómurum í landinu eru skipaðir af Sjálfstæðismönnum, sem hafa haft tögl og haldir í ráðuneyti dómsmála undanfarna áratugi. Ögmundur Jónasson skipaði hins vegar langflesta sitjandi dómara Hæstaréttar. Átta héraðsdómarar verða skipaðir á næstunni. Ekki er enn ljóst hver mun skipa þá. 23. september 2017 07:00 Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Sigríður Andersen víkur úr sæti þar sem Ástráður sækir um stöðu héraðsdómara 41 sóttu um átta auglýstar stöður héraðsdómara en umsóknarfresturinn rann út þann 18. september síðastliðinn. 20. september 2017 12:03 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða lögmönnunum Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt. Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Dómsmálaráðherra segir dóminn leggja ríkari skyldur á ráðherra að rannsaka málið með sjálfstæðum hætti. „Ég mun af þeim sökum bregðast við þessari niðurstöðu Hæstaréttar með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, eins og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.Fjórum skipt út Ástráður og Jóhannes voru á meðal 33 umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra gerði fjórar breytingar á lista nefndarinnar og voru Ástráður og Jóhannes á meðal þeirra fjögurra sem skipt var út fyrir aðra. Þeir voru ekki á listanum þegar ráðherra gerði tillögu að nýjum dómurum á Alþingi, en tillaga ráðherrans var samþykkt. Höfðuðu Ástráður og Jóhannesi í framhaldi mál á hendur ríkinu og kröfðust ógildingar á ákvörðun ráðherra, viðurkenningu á skaðabótaskyldu og í þriðja lagi miskabóta. Lögmennirnir höfðu ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi og áfrýjuðu niðurstöðunni til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti frávísun á ógildingarkröfunni og var því tekist á um viðurkenningu á bótaskyldu ríkisins og rétt þeirra til miskabóta. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að það væri óskráð meginregla að stjórnvaldi sem skipar í opinbert starf eða embætti beri hverju sinni að velja hæfasta umsækjandann. Áður hefði sú skylda hvílt á ráðherra dómsmála að sjá til þess að þau atriði sem máli skiptu við það mat væru nægjanlega upplýst. Við gildistöku reglna um dómnefndir til að meta hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefði þeirri rannsóknarskyldu hins vegar að verulegu leyti verið létt af ráðherra og þess í stað lögð á herðar sjálfstæðrar og óháðrar dómnefndar. Samkvæmt því hefði verið lagt til grundvallar í dómaframkvæmd að ef dómsmálaráðherra gerði tillögu til Alþingis um að vikið yrði frá áliti dómnefndar, væri óhjákvæmilegt að sú ákvörðun væri reist á frekari rannsókn ráðherrans. Vísar Hæstiréttur til 10. greinar stjórnsýslulaga. Að þessu gættu taldi Hæstiréttur ljóst að dómsmálaráðherra hefði að lágmarki borið að gera samanburð á hæfni annars vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem dómnefndin hafði metið meðal 15 hæfustu en ráðherra ekki gert tillögu um og hins vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem ráðherra gerði tillögu um í þeirra stað. Gögn málsins bæru á hinn bóginn ekki með sér að slík rannsókn hefði farið fram af hálfu ráðherra. Samkvæmt því hefði málsmeðferð hans verið andstæð 10. gr. stjórnsýslulaga og af því leiddi að það sama ætti við um meðferð Alþingis á tillögu ráðherra þar sem ekki hefði verið bætt úr þeim annmörkum sem málsmeðferð ráðherra var haldin. Árni og Jóhannes hefðu þó ekki lagt fram fullnægjandi sönnun á því að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Vegna þessa var viðurkenningarkröfu þeirra hafnað. Hins vegar taldi Hæstiréttur að skilyrðum væri fullnægt er vörðuðu skaðabótalög. Voru þeim því dæmdar 700 þúsund krónur á mann í miskabætur. Dómana má lesa á vef Hæstaréttar, hér og hér.Uppfært klukkan 13:23Dósmálaráðherra segist ætla að leggja til á Alþingi breytingar er varða skipun dómara. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðisns.„Niðurstaða Hæstaréttar kveður á um að lagðar eru ríkari skyldur á ráðherra að rannsaka málið með sjálfstæðum hætti. Ég mun af þeim sökum bregðast við þessari niðurstöðu Hæstaréttar með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, eins og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum,“ segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstiréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms að hluta í Landsréttarmáli Hæstiréttur Íslands sneri í dag við að hluta dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málum tveggja umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 31. júlí 2017 18:35 Langflestir dómarar í landinu skipaðir af Sjálfstæðismönnum Þrír af hverjum fjórum dómurum í landinu eru skipaðir af Sjálfstæðismönnum, sem hafa haft tögl og haldir í ráðuneyti dómsmála undanfarna áratugi. Ögmundur Jónasson skipaði hins vegar langflesta sitjandi dómara Hæstaréttar. Átta héraðsdómarar verða skipaðir á næstunni. Ekki er enn ljóst hver mun skipa þá. 23. september 2017 07:00 Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22 Sigríður Andersen víkur úr sæti þar sem Ástráður sækir um stöðu héraðsdómara 41 sóttu um átta auglýstar stöður héraðsdómara en umsóknarfresturinn rann út þann 18. september síðastliðinn. 20. september 2017 12:03 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Hæstiréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms að hluta í Landsréttarmáli Hæstiréttur Íslands sneri í dag við að hluta dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í málum tveggja umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 31. júlí 2017 18:35
Langflestir dómarar í landinu skipaðir af Sjálfstæðismönnum Þrír af hverjum fjórum dómurum í landinu eru skipaðir af Sjálfstæðismönnum, sem hafa haft tögl og haldir í ráðuneyti dómsmála undanfarna áratugi. Ögmundur Jónasson skipaði hins vegar langflesta sitjandi dómara Hæstaréttar. Átta héraðsdómarar verða skipaðir á næstunni. Ekki er enn ljóst hver mun skipa þá. 23. september 2017 07:00
Kröfum Ástráðs og Jóhannesar Rúnars vísað frá dómi Fóru báðir fram á skaðabætur frá íslenska ríkinu. 7. júlí 2017 13:22
Sigríður Andersen víkur úr sæti þar sem Ástráður sækir um stöðu héraðsdómara 41 sóttu um átta auglýstar stöður héraðsdómara en umsóknarfresturinn rann út þann 18. september síðastliðinn. 20. september 2017 12:03