Vísa ásökunum um bellibrögð á bug Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Ekki liggur fyrir hvort einhver strandaglópa gærdagsins hafi nýtt sér þjónustu BaseParking. vísir/eyþór Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum en síðarnefnda fyrirtækið hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins og sakað Isavia um að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína og aflsmuni til að leggja stein í götu fyrirtækisins. Isavia hefur ekki fengið umrædda kvörtun í sínar hendur og getur því ekki tjáð sig um efni hennar. Fréttablaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið teldi Isavia vera farið að veita sambærilega þjónustu og það hafi boðið upp á til að koma höggi á það og að Isavia hafi sektað fyrirtækið fyrir að nýta sér sleppistæði við flugvöllinn í mjög skamman tíma. „Isavia hefur um árabil boðið upp á þá þjónustu að leggja bifreiðum fyrir farþega og ekki um neina nýbreytni að ræða. Þjónusta sem þessi hefur verið í boði með einhverjum hætti frá 2008 eða í tæp 10 ár,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, og segir ennfremur að allir fái sektir fyrir að nýta sér aðstöðu sem ekki er hugsuð sem bílastæði. „BaseParking fékk sekt fyrir að leggja í sleppistæði við flugstöðina. Þau eru hugsuð til þess að hleypa farþegum út en ekki til þess að leggja bifreiðum. Það kemur skýrt fram á skiltum að óheimilt sé að leggja bifreiðum á þessum stað og að viðurlög séu sektir. Allir þeir sem nota þessi stæði í annað en að hleypa út farþegum eru sektaðir,“ segir Guðjón. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Isavia vísar því á bug að fyrirtækið beiti bellibrögðum í samkeppni við bílastæðafyrirtækið BaseParking á Suðurnesjum en síðarnefnda fyrirtækið hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins og sakað Isavia um að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína og aflsmuni til að leggja stein í götu fyrirtækisins. Isavia hefur ekki fengið umrædda kvörtun í sínar hendur og getur því ekki tjáð sig um efni hennar. Fréttablaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið teldi Isavia vera farið að veita sambærilega þjónustu og það hafi boðið upp á til að koma höggi á það og að Isavia hafi sektað fyrirtækið fyrir að nýta sér sleppistæði við flugvöllinn í mjög skamman tíma. „Isavia hefur um árabil boðið upp á þá þjónustu að leggja bifreiðum fyrir farþega og ekki um neina nýbreytni að ræða. Þjónusta sem þessi hefur verið í boði með einhverjum hætti frá 2008 eða í tæp 10 ár,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, og segir ennfremur að allir fái sektir fyrir að nýta sér aðstöðu sem ekki er hugsuð sem bílastæði. „BaseParking fékk sekt fyrir að leggja í sleppistæði við flugstöðina. Þau eru hugsuð til þess að hleypa farþegum út en ekki til þess að leggja bifreiðum. Það kemur skýrt fram á skiltum að óheimilt sé að leggja bifreiðum á þessum stað og að viðurlög séu sektir. Allir þeir sem nota þessi stæði í annað en að hleypa út farþegum eru sektaðir,“ segir Guðjón.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Frumkvöðlar saka ISAVIA um bellibrögð Fyrirtækið BaseParking segir ISAVIA, í krafti aðstöðu sinnar, gera því lífið leitt með alls konar bellibrögðum. Hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins vegna framferðis ríkisfyrirtækisins sem býður upp á sömu þjónustu og BaseParking. 18. desember 2017 07:15