Ólafía Þórunn og Axel kylfingar ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2017 15:45 Kylfingar ársins 2017. mynd/gsí Golfsamband Íslands hefur valið Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóasson sem kylfinga ársins 2017. Þetta er í sjötta sinn sem Ólafía Þórunn fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Axel hlýtur hana.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 74. sæti á stigalistanum og með árangri sínum er hún í forgangi á öll mótin á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili. Ólafía Þórunn lék á alls þremur risamótum af alls fimm. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í atvinnugolfi. Þar að auki var hún valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar á Drottningarmótinu í Japan. Hún er jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í slíkt úrvalslið atvinnukylfinga. Alls lék Ólafía Þórunn á 26 mótum á LPGA. Besti árangur hennar á tímabilinu var 4. sæti Indy Women in Tech Championship í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri tímabilsins af nýliðum á LPGA mótaröðinni. Árangur Ólafíu á heimslista atvinnukylfinga er sá besti í sögunni hjá íslenskum kylfingi. Hún náði að komast í 179. sæti og fór upp um 420 sæti á árinu og styrkti þar með stöðu sína verulega fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.Axel Bóasson átti sitt besta tímabil frá upphafi á árinu 2017. Keilismaðurinn fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum hætti á Hvaleyrarvelli. Axel vann tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og er hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem sigrar á þeirri mótaröð. Þar að auki tryggði Axel sér stigameistaratitilinn á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og það var einnig í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær þeim árangri. Nordic Tour atvinnumótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel tryggði sér með árangri sínum á mótaröðinni keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á næsta tímabili, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Axel hefur farið hratt upp heimslistann á þessu ári og er hann efstur íslenskra karla á atvinnumannalistanum. Axel fór upp um rúmlega 1400 sæti á heimslistanum og er í 449. sæti. Golf Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Golfsamband Íslands hefur valið Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Axel Bóasson sem kylfinga ársins 2017. Þetta er í sjötta sinn sem Ólafía Þórunn fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Axel hlýtur hana.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni. Hún endaði í 74. sæti á stigalistanum og með árangri sínum er hún í forgangi á öll mótin á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili. Ólafía Þórunn lék á alls þremur risamótum af alls fimm. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í atvinnugolfi. Þar að auki var hún valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar á Drottningarmótinu í Japan. Hún er jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í slíkt úrvalslið atvinnukylfinga. Alls lék Ólafía Þórunn á 26 mótum á LPGA. Besti árangur hennar á tímabilinu var 4. sæti Indy Women in Tech Championship í júlí. Ólafía náði tíunda besta árangri tímabilsins af nýliðum á LPGA mótaröðinni. Árangur Ólafíu á heimslista atvinnukylfinga er sá besti í sögunni hjá íslenskum kylfingi. Hún náði að komast í 179. sæti og fór upp um 420 sæti á árinu og styrkti þar með stöðu sína verulega fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.Axel Bóasson átti sitt besta tímabil frá upphafi á árinu 2017. Keilismaðurinn fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli með eftirminnilegum hætti á Hvaleyrarvelli. Axel vann tvö mót á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og er hann fyrsti íslenski kylfingurinn sem sigrar á þeirri mótaröð. Þar að auki tryggði Axel sér stigameistaratitilinn á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og það var einnig í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær þeim árangri. Nordic Tour atvinnumótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Axel tryggði sér með árangri sínum á mótaröðinni keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á næsta tímabili, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Axel hefur farið hratt upp heimslistann á þessu ári og er hann efstur íslenskra karla á atvinnumannalistanum. Axel fór upp um rúmlega 1400 sæti á heimslistanum og er í 449. sæti.
Golf Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira