Í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 13:41 Frá minningarathöfninni um Klevis í gær sem haldin var við Reykjavíkurtjörn. vísir/eyþór Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins miði í rétta átt. Enn sé verið að bíða eftir gögnum og niðurstöðum úr ýmsum rannsóknum í tengslum við málið, meðal annars niðurstöðu úr krufningu svo hægt sé að segja til um dánarorsök. Aðspurður kveðst hann ekki hafa upplýsingar um hvort að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.Beðið eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn Þá segir Margeir ekki tímabært að fara út í hvað hefur komið eiturefnarannsókn sem gerð var á hinum grunaða til að úrskurða um hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna þegar árásin var gerð. Verið sé að bíða eftir staðfestingu á því. Margeir vill heldur ekkert fara út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum, til að mynda hvort að játning liggi fyrir. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um aðdraganda árásarinnar en segir að það sé meðal þess sem sé til rannsóknar. Vísir greindi frá því í liðinni viku að lögreglan hefði yfirheyrt um tíu manns vegna málsins og þá væri verið að skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum á Austurvelli til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í viku eftir árásina þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Lögreglan hefur ekkert viljað tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í gær við tjörnina í Reykjavík. Hann var fæddur 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á föstudaginn íslenskan karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 12. janúar á grundvelli almannahagsmuna, en maðurinn er grunaður um manndráp sem rekja má til stunguárásar á Austurvelli sunnudagsmorguninn 3. desember. Maðurinn er grunaður um að hafa stungið Klevis Sula, tvítugan Albana, með hníf en Klevis lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stungið vin Klevis sem var með honum í för en hann hlaut minni áverka og var útskrifaður af spítalanum nokkrum dögum eftir árásina. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins miði í rétta átt. Enn sé verið að bíða eftir gögnum og niðurstöðum úr ýmsum rannsóknum í tengslum við málið, meðal annars niðurstöðu úr krufningu svo hægt sé að segja til um dánarorsök. Aðspurður kveðst hann ekki hafa upplýsingar um hvort að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.Beðið eftir niðurstöðum úr eiturefnarannsókn Þá segir Margeir ekki tímabært að fara út í hvað hefur komið eiturefnarannsókn sem gerð var á hinum grunaða til að úrskurða um hvort hann hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna þegar árásin var gerð. Verið sé að bíða eftir staðfestingu á því. Margeir vill heldur ekkert fara út í það sem fram hefur komið í yfirheyrslum, til að mynda hvort að játning liggi fyrir. Þá vill hann heldur ekki tjá sig um aðdraganda árásarinnar en segir að það sé meðal þess sem sé til rannsóknar. Vísir greindi frá því í liðinni viku að lögreglan hefði yfirheyrt um tíu manns vegna málsins og þá væri verið að skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum á Austurvelli til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 í viku eftir árásina þar sem þau lýstu því að hann hefði ætlað sér að hjálpa manni sem hann sá að var grátandi þegar hann var stunginn. Lögreglan hefur ekkert viljað tjá sig um þessa lýsingu fjölskyldu Klevis. Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis í gær við tjörnina í Reykjavík. Hann var fæddur 31. mars 1997 og hafði aðeins verið hér í nokkra mánuði þegar hann lést. Þá hafði hann áður dvalið hér á landi í nokkra mánuði. Fjölskylda hans hefur sagt að það hafi verið draumur hans að búa á Íslandi og talaði hann afar vel um landið, hversu öruggt það væri og hversu gott fólk byggi hér.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30
Hafa yfirheyrt um tíu manns og rannsaka myndefni úr eftirlitsmyndavélum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn á manndrápsmáli sem rekja má til hnífaárásar við Austurvöll sunnudagsmorguninn 3. desember miði vel. 11. desember 2017 13:44