Flugvirkjar óttast lagasetningu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. desember 2017 12:25 Flugvirkjar segjast hafa dregið af sínum kröfum. Vísir/sigurjón Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. Annar dagur verkfalls flugvirkja hjá Iclandair hefur nú þegar raskað áætlunum þúsunda flugfarþegar og snemma í morgun var röð farin að myndast utan við söluskrifstofur Icelandair á keflavíkurflugvelli þar sem fólk reyndi að fá úrlausn sinna mála. Sjö flugferðum til og frá Evrópu og ellefu ferðum til og frá Ameríku og Kanada hefur verið aflýst.Samningafundi Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands var slitið um klukkan fjögur í nótt án þess að viðræður höfðu borið árangur og segir formaður Flugvirkjafélagins að félagið hafa svarað tilboði Icelandair en því hafi verið hafnað.Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Við höfum hnikað verulega frá okkar upphaflegu kröfu, það er alveg ljóst. Við lögðum fram tilboð sem var svar okkar við því tilboði sem við fengum frá viðsemjendum okkar og það innihélt svona mestmegnis þær kröfur sem að við höfum verið með en það var búið að lengja í samningstímanum og við töldum það vera leið til sátta,“ segir Óskar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skoða verði heildarmyndina þegar samið verði við flugvirkja og að þeirra samningur muni hafa áhrif á aðra kjarasamninga. „Allar hækkanir sem fram koma í samningi SA við Flugvirkjafélagið munu flæða yfir í aðra kjarasamninga hvern á fætur öðrum þangað til síðasta vígi efnahagslegs stöðugleika verður fallið. Þetta er ástæða þess að Samtök atvinnulífsins verða að standa í lappirnar,“ segir Halldór. Formaður Flugvirkjafélagsins segist telja að Samtök atvinnulífsins og Icelandair bíði eftir að stjórnvöld grípi inn í deiluna og setji lög á verkfallið.Halldór Benjamín Þorbergssonvísir/gva„Eftir nóttina í nótt þá svona lyktar umhverfið allt í þá átt. Ég myndi segja það að það væri hugsanlega það sem okkar viðsemjendur eru að vona að geta beitt,“ segir Óskar Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að grunur leikur á að verkfallsbrot hafi verið fram þegar vinnustöðvun flugvirkja hófst gær morgun og segir Óskar að það sé í skoðun hjá félaginu. „Það hefur ekki komið formlega komið inn á okkar borð en vissulega höfum við frétt af því,“ segir Óskar. „Það er einhver grunur um það að menn sem að eru allavega að vinna innan tæknideildarinnar hafi sést á vettvangi þar sem þeir eru vanir að vera dags daglega.“ Óskar segir verkfallið farið að kosta Icelandair verulega fjármuni. „Þetta er farið að kosta þá allavega mun meira heldur en ber á milli, það er alveg ljóst. Það eru einhverjar undarlegar hvatir sem eru á bak við þetta á þessum tímapunkti,“ segir Óskar.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00 Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03
Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. 18. desember 2017 04:00
Fundi slitið án árangurs Árangurslitum fundi samninganefnda flugvirkja og Icelandair var slitið klukkan 4 í nótt. 18. desember 2017 05:57