Skrautáskorun úr pappír 18. desember 2017 16:00 Hjörtu og hjartakeðjur úr pappírsrenningum eru fljótlegt föndur fyrir krakka og setja afar jólalegan svip á glugga eða herbergi hengt upp í miklu magni. Áskorun: Búðu til eins mikið af hjörtum og hjartakeðjum og þú getur og vertu búin/n að hengja þau öll upp í loftið með límbandi þegar foreldrar þínir koma heim úr vinnunni. Það gæti verið sniðugt að velja minnsta herbergið í húsinu svo þið verðið fljótari að fylla loftið, eða herbergi sem þau eiga ekki von á að verði mikið skreytt eins og til dæmis baðherbergið eða þvottahúsið. Það sem þið þurfið er bunki af hvítum ljósritunarpappír, skæri, heftari og hvítur tvinni. Marglaga hjarta -Klippið niður sex renninga, um það bil eins og hálfs sentimetra breiða. Tveir og tveir þurfa að vera jafn langir, til dæmis 2 x 10, 2 x 12 og 2 x 14 sentimetrar. -Renningarnir geta verið fleiri en þó alltaf jöfn tala. Þeir geta einnig verið lengri svo hjartað verði stærra en þá er betra að vera með aðeins stífari pappír en hvíta ljósritunarpappírinn. -Nú þarf að raða renningunum saman í rétta röð. Leggið annan af stystu renningunum á borð, ofan á hann einn af miðstærð og svo báða lengstu renningana, Þar ofan á seinni renninginn af miðstærð og loks hinn stutta renninginn. (Ef hengja á hjartað upp væri sniðugt að leggja borða eða spotta á milli tveggja lengstu renninganna. Þá heftast hann inn í miðjuna.) -Jafnið alla renningana neðst og heftið saman. -Safnið svo lausu endunum á renningunum saman milli fingra þannig að þeir sveigist niður fyrir heftaða endann. Fyrst stuttu renningana sinn í hvora áttina, svo miðstærðina og að endingu lengstu renningana. -Jafnið þá neðst og heftið. -Hjartað er klárt. Hjartakeðja -Klippið niður slatta af renningum, alla jafn langa, til dæmis 12 sentimetra. -Leggið saman tvo renninga og heftið saman í annan endann. -Sveigið lausu endana niður sinn í hvora áttina niður fyrir heftaða endann og haldið milli fingra. -Leggið næstu tvo renninga sinn hvorum megin við endann og heftið allt saman. -Sveigið næstu enda svo niður hvorn í sína áttina og bætið aftur við tveimur renningum sitt hvorum megin við þá og heftið. -Gerið þetta aftur og aftur þar til keðjan er orðin eins löng og þið viljið. Föndur Jól Jólaskraut Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Leita að jólagjöf ársins Jól Sannkölluð áramótabomba Jól Syngur All I Want For Christmas Is You með tuttugu mismunandi röddum Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Hjörtu og hjartakeðjur úr pappírsrenningum eru fljótlegt föndur fyrir krakka og setja afar jólalegan svip á glugga eða herbergi hengt upp í miklu magni. Áskorun: Búðu til eins mikið af hjörtum og hjartakeðjum og þú getur og vertu búin/n að hengja þau öll upp í loftið með límbandi þegar foreldrar þínir koma heim úr vinnunni. Það gæti verið sniðugt að velja minnsta herbergið í húsinu svo þið verðið fljótari að fylla loftið, eða herbergi sem þau eiga ekki von á að verði mikið skreytt eins og til dæmis baðherbergið eða þvottahúsið. Það sem þið þurfið er bunki af hvítum ljósritunarpappír, skæri, heftari og hvítur tvinni. Marglaga hjarta -Klippið niður sex renninga, um það bil eins og hálfs sentimetra breiða. Tveir og tveir þurfa að vera jafn langir, til dæmis 2 x 10, 2 x 12 og 2 x 14 sentimetrar. -Renningarnir geta verið fleiri en þó alltaf jöfn tala. Þeir geta einnig verið lengri svo hjartað verði stærra en þá er betra að vera með aðeins stífari pappír en hvíta ljósritunarpappírinn. -Nú þarf að raða renningunum saman í rétta röð. Leggið annan af stystu renningunum á borð, ofan á hann einn af miðstærð og svo báða lengstu renningana, Þar ofan á seinni renninginn af miðstærð og loks hinn stutta renninginn. (Ef hengja á hjartað upp væri sniðugt að leggja borða eða spotta á milli tveggja lengstu renninganna. Þá heftast hann inn í miðjuna.) -Jafnið alla renningana neðst og heftið saman. -Safnið svo lausu endunum á renningunum saman milli fingra þannig að þeir sveigist niður fyrir heftaða endann. Fyrst stuttu renningana sinn í hvora áttina, svo miðstærðina og að endingu lengstu renningana. -Jafnið þá neðst og heftið. -Hjartað er klárt. Hjartakeðja -Klippið niður slatta af renningum, alla jafn langa, til dæmis 12 sentimetra. -Leggið saman tvo renninga og heftið saman í annan endann. -Sveigið lausu endana niður sinn í hvora áttina niður fyrir heftaða endann og haldið milli fingra. -Leggið næstu tvo renninga sinn hvorum megin við endann og heftið allt saman. -Sveigið næstu enda svo niður hvorn í sína áttina og bætið aftur við tveimur renningum sitt hvorum megin við þá og heftið. -Gerið þetta aftur og aftur þar til keðjan er orðin eins löng og þið viljið.
Föndur Jól Jólaskraut Mest lesið Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Leita að jólagjöf ársins Jól Sannkölluð áramótabomba Jól Syngur All I Want For Christmas Is You með tuttugu mismunandi röddum Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Sagan á bak við vinsælasta jólalag allra tíma Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira