Kolefnisröfl á mannamáli Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 18. desember 2017 07:00 Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið ruglandi fyrir almenning að átta sig á öllu þessu tali um endurheimt votlendis, skógrækt og landgræðslu sem sífellt er verið að blaðra um í tengslum við loftslagsmál. Möguleikar Íslands í aðgerðum eru óvenju fjölbreyttir og gætu, ef rétt er haldið á spöðum, sett landið í ákveðið forystuhlutverk í loftslagsmálum.Endurheimt votlendis Endurheimt votlendis er einn af þessum risaþáttum sem vert er að útskýra. Stærsta hluta raunútblásturs frá Íslandi má rekja til umhverfismistaka fortíðar þar sem land var framræst nánast stjórnlaust með það að markmiði að auka land til ræktunar. Land var þurrkað upp með ríkisstyrktum skurðum en stór hluti þess fór svo aldrei í raunverulega ræktun. Það sem gerist við þurrkun votlendis er einfaldlega að súrefni er hleypt að lífrænu efni sem áður var í kafi og við það byrjar öndun með útblæstri á koltvísýringi. Þetta er alveg eins og þegar við sjálf öndum frá okkur CO2 á þurru landi en getum ekki andað í kafi. Endurheimt votlendis þýðir því að lífrænu efni er einfaldlega aftur drekkt og öndun hættir. Endurheimt votlendis er sem sagt ekki kolefnisbinding heldur bara minnkun á útblæstri. Þessu mætti líkja við kolaorkuver sem er í gangi, nema hvað það er enginn að nota raforkuna sem það framleiðir og því er langskynsamlegast að slökkva hreinlega á því. Að loka á þennan óþarfa útblástur er því gríðarlega mikilvæg loftslagsaðgerð en er alls ekki mótvægisaðgerð sem leyfir okkur að viðhalda öðrum útblæstri í staðinn. Ekki frekar en að ég get leyft mér að kaupa nýjan bensínbíl bara af því að jeppi nágrannans bilaði og hætti útblæstri. Skuldbindingar Íslands vegna Parísarsamkomulagsins snúast líka að minnstu leyti um þessa landnotkun heldur um samdrátt á losun vegna olíunotkunar og úrgangs.Skógrækt og binding í basalti Öðru máli gegnir um bindingu koltvísýrings í trjám og basalti, þar er um alvöru mótvægisaðgerðir að ræða. Vandamál vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda eru svo mikil og mörg að vísindamenn telja að ekki sé nóg að minnka losun heldur verði einnig að ná einhverju kolefni niður úr lofthjúpnum til að koma í veg fyrir meiri háttar hamfarir. Ísland er í algerri sérstöðu hvað þetta varðar því hér eru miklir möguleikar á stórfelldu niðurhali kolefnis. Í fyrsta lagi með einfaldri skógrækt sem virkar þannig að tré eru sett niður þar sem engin voru áður. Tréð einfaldlega dregur niður kolefni og geymir í viði og rótum til lengri tíma. En þetta verður að vera nýskógrækt því gamall skógur sem er hættur að vaxa bindur lítið. Sérstaða Íslands er hreinlega sú að við höfum miklu meira pláss fyrir stórtæka skógrækt en flestar aðrar þjóðir. Kolefni er þannig ekki bara safnað og geymt, heldur verður það að verðmætum við síðar meir. Önnur áhugaverð leið er að binda kolefni til frambúðar í basalti sem finna má í miklum mæli á eldfjallasvæðum víða á Íslandi. Orkuveitan hefur farið fyrir verkefninu Gas í grjót þar sem koltvísýringi er dælt niður í berg þar sem það verður að grjóti. Þetta er engin töfralausn en getur orðið hluti af alvöru mótvægisaðgerðum.Landgræðsla Því miður hefur mikið af landi hér misst gróðurhulu sína á undanförnum árhundruðum. Með landgræðslu má endurheimta gróður á rofnum svæðum og segja má að sú aðgerð liggi á milli minnkandi útblásturs og kolefnisbindingar. Þegar gróðurhula hverfur þá komast lífrænar jarðvegsleifar í snertingu við súrefni sem flýtir öndun og þar með útblæstri. Með nýrri gróðurhulu lokast á þetta ferli en auk þess fer nýgróðurinn að binda kolefni með vexti. Landgræðsla getur því slegið tvær flugur í einu höggi og ekki væri verra að skógrækt kæmi svo í kjölfarið til að auka kolefnisniðurhalið enn frekar. Ef Íslendingar sýna metnað í ofangreindum aðgerðum þá getur framlag okkar til loftslagsmála vakið heimsathygli. Það gerist þó aðeins ef við berum gæfu til þess að líta á þetta sem aukaframlag í baráttunni við loftslagsvandann en ekki sem afsökun til að halda áfram að kaupa bensín- og dísilbíla og urða sorp.Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun