Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2017 20:45 Frá Hrafnseyrarheiði. Séð til suðurs til Arnarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Hugmyndir hafa vaknað á Vestfjörðum um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa þennan hrikalega veg af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við þá Valdimar J. Halldórsson, safnstjóra á Hrafnseyri, og Hrein Þórðarson, bónda á Auðkúlu. Hrafnseyrarheiði er hæsti fjallvegur Vestfjarða, nær upp í 552 metra hæð yfir sjávarmáli, og má sannarlega teljast einn hrikalegasti vegur landsins. Að sama skapi þykir útsýnið magnað, sem safnstjórinn á Hrafnseyri segir ferðamenn dásama. Valdimar J. Halldórsson, safnstjóri á Hrafnseyri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er alveg rosalega flott útsýni og ég veit að fólk, sem á annað borð fer þetta, stoppar þarna uppi til að sjá yfir fjörðinn, - og líka yfir Dýrafjörðinn, ef það er að fara hina leiðina. Það þyrfti sem sagt að gera útsýnispall þarna uppi svo fólk sé ekki að standa á veginum, og svona smáaðstöðu. Þá yrði þetta mjög vinsæll staður til að fara á,” segir Valdimar á Hrafnseyri.Frá gangamunna Dýrafjarðarganga. Bormenn stefna að því að vera komnir 800 metra inn í fjallið fyrir jólafrí.Mynd/Steinar Jónasson.En nú er byrjað að grafa Dýrafjarðargöng. Bormenn stefna að því að vera búnir með 800 metra þegar þeir fara í jólafrí í næstu viku, eða 15 prósent verksins, en göngin eiga að klárast haustið 2020. Heimamenn vilja samt halda í Hrafnseyrarheiði. „Það þarf ekki að standa í snjómokstri á henni yfir veturinn. En ég sé allavegana fyrir mér að hún verði opin yfir sumarið. Það er út af fyrir sig ævintýri fyrir marga að fara hana,” segir Hreinn á Auðkúlu. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu við Arnarfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Menn sjá fyrir sér að vegfarendur fái í framtíðinni að upplifa hana sem minjar um vestfirska fjallvegi. „Þá er þetta náttúrlega úr sögu vega og vegasambanda hér á Íslandi. Þannig að það væri þessvegna hægt að láta þetta fara undir Minjastofnun,” segir safnstjórinn á Hrafnseyri. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, verður fjallað um ný tækifæri sem skapast með samgöngubótum í hinum gamla Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Hrafnseyrarheiði:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Um land allt Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30