Húsnæðisverð hækkaði mest á Akureyri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. desember 2017 22:45 Húsnæðisverð hækkaði alls staðar á landinu í nóvember. Mesta hækkunin á raunverði íbúðarhúsnæðis varð á Akureyri en þar hefur verið stöðug umframeftirspurn eftir húsnæði undanfarið. Í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út nýverið kemur fram að kaupsamningum fækkar á höfuðborgarsvæðinu en fjölgar á öðrum landsvæðum. Í októbermánuði var 642 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Eru það 160 fleiri samningar en í september, en talsverðar sveiflur hafa verið milli mánaða. 6.063 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og eru þeir færri en á sama tíma í fyrra, en þá hafði 6.361 samning verið þinglýst. Athygli vekur að þróunin er önnur á sumum öðrum landsvæðum. Á Norðurlandi er að finna mestu hlutfallslegu aukningu milli ára, en þar hefur 26% fleiri kaupsamningum verið þinglýst það sem af er ári samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október var 104 kaupsamningum þinglýst á Norðurlandi sem er áþekkur fjöldi og á Suðurlandi en þar var 112 kaupsamningum þinglýst í október. „Það hefur verið gríðarlega mikil hækkun, sérstaklega á þessu ári. En síðastliðin þrjú, fjögur ár hefur verið mikill hækkunarfasi. Þetta byrjaði 2014 og hefur hækkað jafnt og þétt. Aðalskýringin er að 2009, 2010, 2011 og 2012 var náttúrulega nánast engin fasteignasala á landinu, eða mjög lítil allavega. Þannig að það myndaðist ákveðin kaupþörf þannig að hún er að springa út og gerir það bara með fullum krafti núna í ár,“ segir Arnar Birgisson, sölustjóri hjá Eignaver. Arnar segir að þær eignir sem kaupendur leiti sér að séu af öllum stærðum en töluvert er af nýbyggingum sem hafa selst vel. Hann segir mun meiri sölu í dag en á árunum fyrir hrun.Hann segir meðalfermetraverð um 300.000 krónur „Það er meiri sala í dag, það er bara þannig. 2006 til 2007 sem við erum oft að miða okkur við, núna er bara meiri sala.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúum Akureyrar hafi fjölgað jafnt og þétt en í byrjun október bjuggu þar 18.710 manns. Hefur þeim fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Til samanburðarfjölgaði íbúum um 140 á sama tíma 2016. Arnar segir að fljótlega muni fasteignamarkaðurinn á Akureyri ná jafnvægi og að ekki sé mikið um yfirboð í fasteignakaupum. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira
Húsnæðisverð hækkaði alls staðar á landinu í nóvember. Mesta hækkunin á raunverði íbúðarhúsnæðis varð á Akureyri en þar hefur verið stöðug umframeftirspurn eftir húsnæði undanfarið. Í mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út nýverið kemur fram að kaupsamningum fækkar á höfuðborgarsvæðinu en fjölgar á öðrum landsvæðum. Í októbermánuði var 642 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Eru það 160 fleiri samningar en í september, en talsverðar sveiflur hafa verið milli mánaða. 6.063 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári og eru þeir færri en á sama tíma í fyrra, en þá hafði 6.361 samning verið þinglýst. Athygli vekur að þróunin er önnur á sumum öðrum landsvæðum. Á Norðurlandi er að finna mestu hlutfallslegu aukningu milli ára, en þar hefur 26% fleiri kaupsamningum verið þinglýst það sem af er ári samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Í október var 104 kaupsamningum þinglýst á Norðurlandi sem er áþekkur fjöldi og á Suðurlandi en þar var 112 kaupsamningum þinglýst í október. „Það hefur verið gríðarlega mikil hækkun, sérstaklega á þessu ári. En síðastliðin þrjú, fjögur ár hefur verið mikill hækkunarfasi. Þetta byrjaði 2014 og hefur hækkað jafnt og þétt. Aðalskýringin er að 2009, 2010, 2011 og 2012 var náttúrulega nánast engin fasteignasala á landinu, eða mjög lítil allavega. Þannig að það myndaðist ákveðin kaupþörf þannig að hún er að springa út og gerir það bara með fullum krafti núna í ár,“ segir Arnar Birgisson, sölustjóri hjá Eignaver. Arnar segir að þær eignir sem kaupendur leiti sér að séu af öllum stærðum en töluvert er af nýbyggingum sem hafa selst vel. Hann segir mun meiri sölu í dag en á árunum fyrir hrun.Hann segir meðalfermetraverð um 300.000 krónur „Það er meiri sala í dag, það er bara þannig. 2006 til 2007 sem við erum oft að miða okkur við, núna er bara meiri sala.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að íbúum Akureyrar hafi fjölgað jafnt og þétt en í byrjun október bjuggu þar 18.710 manns. Hefur þeim fjölgað um 220 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Til samanburðarfjölgaði íbúum um 140 á sama tíma 2016. Arnar segir að fljótlega muni fasteignamarkaðurinn á Akureyri ná jafnvægi og að ekki sé mikið um yfirboð í fasteignakaupum.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Sjá meira