Þrír milljarðar fara í að greiða upp halla Sveinn Arnarsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Á glæru Bjarna Benediktssonar sést að talað er um 4,2 milljarða aukalega til lyfjakaupa. vísir/Ernir Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“ Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Meirihluti þeirra 4,2 milljarða króna sem fara aukalega til lyfjakaupa í nýju fjárlagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar verður nýttur til að greiða niður fjárlagahalla þessa árs. Aðeins um 700 milljónir króna fara aukalega í lyfjakaup árið 2018.Jakob Falur GarðarssonFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til til þess að taka upp ný lyf. Ríkisstjórnin gaf það svo út þremur dögum seinna að veita ætti aukið fé til upptöku nýrra lyfja. Það fjármagn var aldrei sett inn í málaflokkinn heldur hafa lyfjagreiðslunefnd og sjúkratryggingar keyrt fram úr þeim ramma sem þeim var settur í síðustu fjárlögum. Það fé sem mun fara aukalega til lyfjakaupa er því um 700 milljónir. „Það er sannarlega fagnaðarefni að sjá hærra framlag til málaflokksins en við höfum átt að venjast undanfarin ár,“ segir Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka. „Við höfum bent á að oft hefur þurft að bregðast við í kjölfar fjárlaga til að tryggja sem kostur er sjúklingum nýjustu lyf vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þeim í fjárlagaáætlun. Það var gert á árinu sem nú er að líða. Því er í þessum fjárlögum verið að taka á uppsöfnuðum halla þessa árs.“Af þeim 4,2 milljörðum fer megnið í að greiða fyrir ákvörðun fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi þann 17. febrúar síðastliðinn.vísir/vilhelmÁður hefur komið fram að íslenskt heilbrigðiskerfi er eftirbátur heilbrigðiskerfanna á Norðurlöndunum hvað varðar upptöku nýrra krabbameinslyfja til að mynda og höfum við verið hálfdrættingar á við Skandinava upp á síðkastið. Því gefur aukið fjármagn í málaflokkinn von um að íslenskir sjúklingar geti fengið lyfjameðferð sambærilega þeirri sem veitt er í nágrannalöndum okkar. „Við höfum verið eftirbátar okkar nágrannalanda,“ segir Jakob Falur. „Með þessu fjárlagafrumvarpi er sannarlega verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi hefur verið undanfarin ár.“ Að mati Jakobs Fals hafa fjárlög undanfarinna ára ekki verið í takt við raunveruleikann um fjölda sjúklinga og þörfina á nýjum góðum lyfjum, til að mynda gigtar- og krabbameinslyfjum. Nú sýnist honum hins vegar að fjárlagafrumvarpið endurspegli þá þörf sem uppi er. „Ekki einungis er verið að taka á uppsafnaða vandanum, heldur virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að standa við þau orð að styrkja heilbrigðiskerfið og þar er aðgengi að nýjum lyfjum lykilatriði.“
Fjárlagafrumvarp 2018 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira