Framlögin sýnishorn af samgöngustefnu Baldur Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vígir ný gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Vegagerðin. „Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira