Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir skrifa 15. desember 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. vísir/vilhelm Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fara flugvirkjar fram á 20 prósenta launahækkun í skammtímasamningi í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA). Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist í samtali við blaðið ekki geta staðfest nákvæma tölu í kröfugerð flugvirkja. Hins vegar geti hann sagt að ef gengið yrði að kröfu flugvirkja væri sá kjarasamningur kostnaðarsamari en nokkur dæmi eru um í samningum SA undanfarna tvo áratugi. „Kröfur flugvirkja eru óaðgengilegar með öllu og margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar,“ segir Halldór Benjamín. „Tíminn er á þrotum og það eru miklir hagsmunir undir hjá tugþúsundum viðskiptavina og fjölskyldum þeirra í aðdraganda jóla.“ Fundi flugvirkja hjá Icelandair og SA var slitið upp úr sjö í gær. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir enga breytingu hafa orðið eftir fundinn. „Það er ekkert að gerast. Þeirra samninganefnd virðist ósköp róleg yfir stöðu mála. Ég er að minnsta kosti farinn að setja mig í stellingar fyrir verkfall á sunnudag.“ Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. Ljóst er að slík verkstöðvun gæti haft áhrif á ferðaáætlanir um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fara flugvirkjar fram á 20 prósenta launahækkun í skammtímasamningi í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA). Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist í samtali við blaðið ekki geta staðfest nákvæma tölu í kröfugerð flugvirkja. Hins vegar geti hann sagt að ef gengið yrði að kröfu flugvirkja væri sá kjarasamningur kostnaðarsamari en nokkur dæmi eru um í samningum SA undanfarna tvo áratugi. „Kröfur flugvirkja eru óaðgengilegar með öllu og margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar,“ segir Halldór Benjamín. „Tíminn er á þrotum og það eru miklir hagsmunir undir hjá tugþúsundum viðskiptavina og fjölskyldum þeirra í aðdraganda jóla.“ Fundi flugvirkja hjá Icelandair og SA var slitið upp úr sjö í gær. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir enga breytingu hafa orðið eftir fundinn. „Það er ekkert að gerast. Þeirra samninganefnd virðist ósköp róleg yfir stöðu mála. Ég er að minnsta kosti farinn að setja mig í stellingar fyrir verkfall á sunnudag.“ Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. Ljóst er að slík verkstöðvun gæti haft áhrif á ferðaáætlanir um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira