Séra Flóki flæktur í vafasaman jólasveinavef Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2017 15:23 Karen vill ekki tjá sig um málið en ef Flóki segir satt þá var hún hreinlega að skálda við hann viðtal árið 2005. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær. Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri hafni því alfarið að hafa nokkru sinni lýst því yfir að jólasveinninn væri ekki til. Heldur þvert á móti. „Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV,“ segir í Fréttablaðinu í gær. Ef svo er í pottinn búið stendur það að frétt DV frá 19. desember 2005, þar sem greint var frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til, sé hreinn og klár tilbúningur. Og blaðamaðurinn hafi hreinlega skáldað viðtal við Séra Flóka, og/eða lagt honum orð í mun, látið hann segja einhverja fjarstæðu sem hann aldrei sagði. En, í frétt DV er haft eftir honum:Frétt DV vakti gríðarlega athygli á sínum tíma.„Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jólasveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað“ Karen Kjartansdóttir, sem nú er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins United Silicon, var blaðamaðurinn sem skrifaði umrædda frétt sem svo mikla athygli vakti. Hún vildi ekki tjá sig um málið, taldi alls ekki vert að skattyrðast við klerkinn um þetta einkennilega mál. En, ekki var annað á henni að skilja að fráleitt væri að láta sér til hugar koma að hún hafi hreinlega skáldað viðtal sem blaðamaður. Vart þarf að taka fram að þetta eru býsna alvarlegar ásakanir að setja fram. Þó með óbeinum hætti sé. Þá stenst það ekki sem Séra Flóki segir að DV hafa „ítrekað birt fréttir af málinu“. Eftir því sem næst verður komist voru þær fréttir einungis tvær.
Fjölmiðlar Jól Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum "Ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir séra Flóki Kristinsson. Segist ekki hafa sagt börnum að jólasveinninn væri ekki til. 13. desember 2017 07:00