„Allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 12:54 Logi Einarsson, er formaður Samfylkingarinnar en flokkurinn er afar gagnrýninn á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Vísir/Eyþór Samfylkingin er afar gagnrýnin á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Segir í tilkynningu frá flokknum að sé frumvarpið nú borið saman við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé „einungis [...] gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins og nemur breytingin aðeins 0,64% af landsframleiðslu. Engin merki er um stefnubreytingu eða sérstakar tillögur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa velferðarflokks innan ríkisstjórnarinnar. Innkoma Vinstri grænna í ríkisstjórn og þeirra áhrif á ríkisfjármálin eru því afar takmörkuð,“ segir í tilkynningu. Flokkurinn gagnrýnir sérstaklega skort á á velferðaráherslum í fjárlagafrumvarpinu og segir meðal annars: „Það er ljóst að barnafólk, milli- og lágtekjufólk og í raun allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Fjárlagafrumvarpið er langt í frá að svara kalli landsmanna um frekari fjárfestingu í innviðum samfélagsins og órafjarri því sem Vinstri grænir lofuðu fyrir kosningar.“ Í tilkynningu Samfylkingarinnar er meðal annars nefnt að barnabætur verði jafnháar og í fjárlagafrumvarpi frávarandi ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu fyrir kosningarnar. „Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin stefnubreyting er í málefnum fjölskyldufólks með nýrri ríkisstjórn. Í öðru lagi er engin innspýting í vaxtabótakerfið og dragast vaxtabætur meira að segja saman um 2 milljarða milli ára. Því til viðbótar er engin aukning í húsnæðismálin sem eru þó eitt brýnasta úrlausnarefni stjórnvalda. Í þriðja lagi eru fá merki að finna um frekari fjárfestingu í menntamálum þjóðarinnar. Framhaldsskólar fá einungis 1,8% aukningu frá því sem var búið að ákveða og háskólarnir fá 5,5% aukningu sem er langt frá þeirri stórsókn í menntamálum sem var búið að lofa. Í fjórða lagi vekur athygli að í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar sem eru heilbrigðismálin, er heildaraukningin í allra sjúkrahúsa landsins um 3 milljarðar króna sem er aðeins um 0,35% af tekjum ríkisins. Heilsugæslan fær 3% hækkun á fjárframlögum. Hjúkrun og endurhæfingarþjónusta fá enn minni hækkun eða 0,6%. Grunnlífeyrir eldri borgara hækkar ekkert. Í fimmta lagi fá samgöngur um aðeins 1,6 milljarð aukningu þrátt fyrir að það vanti um 15 milljarða króna svo hægt væri að fjármagna samgönguáætlun eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri hafa bent á. Í sjötta lagi eru einungis 380 milljónum varið í úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Ríkisstjórnin er að verja aðeins 0,04% af tekjum sínum í þetta mikilvæga verkefni sem allt samfélagið hefur kallað eftir að stjórnvöld setji í forgang. Í sjöunda lagi fær hið velkynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum heilar 20 milljónir. Því til viðbótar er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla frá 2 milljörðum í tekjum af fyrirhugaðri hækkun á kolefnisgjaldi. Ekki er heldur gert ráð fyrir neinni aukningu til skógræktar frá fyrra frumvarpi. Í áttunda lagi eru tekjuleiðir stjórnvalda vanræktar verulega á hátindi hagsveiflunnar og má þar t.d. nefna að enn verða veiðigjöld einungis um 1,2% af tekjum ríkisins og engin aukin gjaldtaka af erlendum ferðamönnum,“ segir í tilkynningu Samfylkingarinnar. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Samfylkingin er afar gagnrýnin á fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Segir í tilkynningu frá flokknum að sé frumvarpið nú borið saman við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé „einungis [...] gerð 2% breyting á útgjöldum ríkisins og nemur breytingin aðeins 0,64% af landsframleiðslu. Engin merki er um stefnubreytingu eða sérstakar tillögur sem ætla mætti að kæmu vegna áhrifa velferðarflokks innan ríkisstjórnarinnar. Innkoma Vinstri grænna í ríkisstjórn og þeirra áhrif á ríkisfjármálin eru því afar takmörkuð,“ segir í tilkynningu. Flokkurinn gagnrýnir sérstaklega skort á á velferðaráherslum í fjárlagafrumvarpinu og segir meðal annars: „Það er ljóst að barnafólk, milli- og lágtekjufólk og í raun allur almenningur er illa svikinn af fjárlagafrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Fjárlagafrumvarpið er langt í frá að svara kalli landsmanna um frekari fjárfestingu í innviðum samfélagsins og órafjarri því sem Vinstri grænir lofuðu fyrir kosningar.“ Í tilkynningu Samfylkingarinnar er meðal annars nefnt að barnabætur verði jafnháar og í fjárlagafrumvarpi frávarandi ríkisstjórnar sem Vinstri græn gagnrýndu fyrir kosningarnar. „Sama má segja um fæðingarorlofið. Engin stefnubreyting er í málefnum fjölskyldufólks með nýrri ríkisstjórn. Í öðru lagi er engin innspýting í vaxtabótakerfið og dragast vaxtabætur meira að segja saman um 2 milljarða milli ára. Því til viðbótar er engin aukning í húsnæðismálin sem eru þó eitt brýnasta úrlausnarefni stjórnvalda. Í þriðja lagi eru fá merki að finna um frekari fjárfestingu í menntamálum þjóðarinnar. Framhaldsskólar fá einungis 1,8% aukningu frá því sem var búið að ákveða og háskólarnir fá 5,5% aukningu sem er langt frá þeirri stórsókn í menntamálum sem var búið að lofa. Í fjórða lagi vekur athygli að í einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar sem eru heilbrigðismálin, er heildaraukningin í allra sjúkrahúsa landsins um 3 milljarðar króna sem er aðeins um 0,35% af tekjum ríkisins. Heilsugæslan fær 3% hækkun á fjárframlögum. Hjúkrun og endurhæfingarþjónusta fá enn minni hækkun eða 0,6%. Grunnlífeyrir eldri borgara hækkar ekkert. Í fimmta lagi fá samgöngur um aðeins 1,6 milljarð aukningu þrátt fyrir að það vanti um 15 milljarða króna svo hægt væri að fjármagna samgönguáætlun eins og formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri hafa bent á. Í sjötta lagi eru einungis 380 milljónum varið í úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Ríkisstjórnin er að verja aðeins 0,04% af tekjum sínum í þetta mikilvæga verkefni sem allt samfélagið hefur kallað eftir að stjórnvöld setji í forgang. Í sjöunda lagi fær hið velkynnta átak ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum heilar 20 milljónir. Því til viðbótar er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur falla frá 2 milljörðum í tekjum af fyrirhugaðri hækkun á kolefnisgjaldi. Ekki er heldur gert ráð fyrir neinni aukningu til skógræktar frá fyrra frumvarpi. Í áttunda lagi eru tekjuleiðir stjórnvalda vanræktar verulega á hátindi hagsveiflunnar og má þar t.d. nefna að enn verða veiðigjöld einungis um 1,2% af tekjum ríkisins og engin aukin gjaldtaka af erlendum ferðamönnum,“ segir í tilkynningu Samfylkingarinnar.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06
Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24